Aðrir meðlimir Ólympíuliðs hinna smituðu hafa verið sendir í sóttkví á herbergjum sínum. Greint var frá því í gær að smit hafi greinst hjá starfsmanni eins liðsins í Ólympíuþorpinu en enn fleiri hafa greinst smitaðir, þó ekki í þorpinu sjálfu.
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins greindu mótshaldarar frá því í morgun að alls hafi tíu, sem tengjast Ólympíuleikunum á einhvern hátt, greinst smitaðir af veirunni í gær. Þar á meðal séu fréttamenn, verktakar og aðrir sem komi að mótinu. Fimmtán tengdir Ólympíuleikunum greidust smitaðir í fyrradag.
Sóttvarnareglur í Ólympíuþorpinu í Tókýó Japan eru mjög strangar. Engir áhorfendur fá að fylgjast með leikunum á staðnum, samgangur á milli hópa innan þorpsins verður mjög takmarkaður og eru sýni hjá íþróttamönnum tekin daglega.