Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira