Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2021 19:41 Hér má sjá nokkra vini og félaga Tomma Tomm á bekknum, þeirra á meðal Jakob Magnússon, Ásgeir Óskarsson og Andreu Gylfadóttur. stöð 2 Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert. Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var alltaf kallaður, lést hinn 23. janúar árið 2018 en hann fæddist 24. maí árið1954. Hann var mikill húmoristi og höfundur margra þjóðþekktra frasa sem hann samdi í samstarfi sínu við Stuðmenn, Þursa og aðra tónlistarmenn. Hann var einn öflugasti upptökustjóri landsins. Í dag komu fyrrverandi samstarfsfélagar og vinir hans saman og vígðu Tómasarlund í Húsdýragarðinum. Jakob Magnússon vinur og samstarfsfélagi til áratuga segir að þar hafi verið plantaði blómum og fjórum trjám sem tákni bassastrengina fjóra. „En hann var með lund sem var svo aðdáunarverð. Hún var svo glöð, ljúf og í rauninni göfgandi fyrir þá sem fengu að kynnast og vera í kring um Tómas," segir Jakob. Skilti á regnbogabekknum í Tómasarlundi.stöð 2 Tómasarlundum hefur verið plantað víða um land og verður plantað á fleiri stöðum í sumar. Tómas átti meðal annars hugmyndina að Græna hernum um árið því náttúran var honum hugleikin. Þá var vígður bekkur merktur Tómasi í lundinum í dag. „Það er til að minna fólk á mikilvægi þess að temja sér jákvæða, glaða og góða lund eins og Tómas hafði til að bera. Með þessu minnumst við hans en gerum samfélagið betra," sagði Jakob í dag og taldi svo í „Manstu ekki eftir mér" í fjöldasöng. Tónlist Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var alltaf kallaður, lést hinn 23. janúar árið 2018 en hann fæddist 24. maí árið1954. Hann var mikill húmoristi og höfundur margra þjóðþekktra frasa sem hann samdi í samstarfi sínu við Stuðmenn, Þursa og aðra tónlistarmenn. Hann var einn öflugasti upptökustjóri landsins. Í dag komu fyrrverandi samstarfsfélagar og vinir hans saman og vígðu Tómasarlund í Húsdýragarðinum. Jakob Magnússon vinur og samstarfsfélagi til áratuga segir að þar hafi verið plantaði blómum og fjórum trjám sem tákni bassastrengina fjóra. „En hann var með lund sem var svo aðdáunarverð. Hún var svo glöð, ljúf og í rauninni göfgandi fyrir þá sem fengu að kynnast og vera í kring um Tómas," segir Jakob. Skilti á regnbogabekknum í Tómasarlundi.stöð 2 Tómasarlundum hefur verið plantað víða um land og verður plantað á fleiri stöðum í sumar. Tómas átti meðal annars hugmyndina að Græna hernum um árið því náttúran var honum hugleikin. Þá var vígður bekkur merktur Tómasi í lundinum í dag. „Það er til að minna fólk á mikilvægi þess að temja sér jákvæða, glaða og góða lund eins og Tómas hafði til að bera. Með þessu minnumst við hans en gerum samfélagið betra," sagði Jakob í dag og taldi svo í „Manstu ekki eftir mér" í fjöldasöng.
Tónlist Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira