Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 12:38 Benedikt Árnason er nýr ráðuneytisstjóri. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Benedikt Árnason lauk cand. oecon gráðu í þjóðhagfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í þjóðhagfræði frá Toronto Háskóla (e. University of Toronto) árið 1991. Árið 1993 lauk hann MBA gráðu í fjármálum og stefnumótun frá sama háskóla. „Benedikt býr yfir mikilli reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu. Benedikt hefur innsýn inn í starf ráðuneytisstjóra hvort sem er litið er til reksturs, stjórnunar eða þeirra stjórnsýsluverkefna sem starfinu fylgja. Hann er reyndur verkefnastjóri og hefur haldið vel utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnavalda,“ segir á vef ráðuneytisins. Hann starfaði hjá Þjóðhagsstofnun frá árinu 1988 til 1993 í hlutastarfi með námi og fullu starfi frá árinu 1993 til 1994. Árið 1994 tók hann við starfi skrifstofu- og fjármálastjóra hjá Vita- og hafnarmálastofnun og gegndi því fram til ársins 1995. Benedikt hóf störf í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu árið 1996. Fyrst sem deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri fjármálamarkaðar og staðgengill ráðuneytisstjóra árið 1998 og starfaði sem slíkur fram til ársins 2004. Árið 2005 hóf Benedikt störf sem einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Norræna fjárfestingabankans í Helsinki og svæðisstjóri fyrir Ísland. Þar starfaði hann fram til ársins 2008 en þá tók hann við starfi sem aðstoðarforstjóri Askar Capital fjárfestingabanka hf. Síðar sama ár varð Benedikt forstjóri sama fyrirtækis og starfaði sem slíku fram til ársins 2010. Árið 2010 til 2013 var Benedikt aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann hóf störf árið 2013 í forsætisráðuneytinu sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar og hefur frá árinu 2016 og fram til dagsins í dag gegnt embætti skrifstofustjóra skrifstofu stefnumála og síðar staðgengill ráðuneytisstjóra. Alls bárust 13 umsóknir um embættið sem var auglýst þann 1. maí sl. Hæfnisnefnd mat þrjá umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu. Ráðherra boðaði í framhaldi viðkomandi til viðtals og var það mat ráðherra að Benedikt væri hæfastur umsækjenda til að taka við embætti ráðuneytisstjóra. Vistaskipti Stjórnarskrá Sjávarútvegur Landbúnaður Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Benedikt Árnason lauk cand. oecon gráðu í þjóðhagfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í þjóðhagfræði frá Toronto Háskóla (e. University of Toronto) árið 1991. Árið 1993 lauk hann MBA gráðu í fjármálum og stefnumótun frá sama háskóla. „Benedikt býr yfir mikilli reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu. Benedikt hefur innsýn inn í starf ráðuneytisstjóra hvort sem er litið er til reksturs, stjórnunar eða þeirra stjórnsýsluverkefna sem starfinu fylgja. Hann er reyndur verkefnastjóri og hefur haldið vel utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnavalda,“ segir á vef ráðuneytisins. Hann starfaði hjá Þjóðhagsstofnun frá árinu 1988 til 1993 í hlutastarfi með námi og fullu starfi frá árinu 1993 til 1994. Árið 1994 tók hann við starfi skrifstofu- og fjármálastjóra hjá Vita- og hafnarmálastofnun og gegndi því fram til ársins 1995. Benedikt hóf störf í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu árið 1996. Fyrst sem deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri fjármálamarkaðar og staðgengill ráðuneytisstjóra árið 1998 og starfaði sem slíkur fram til ársins 2004. Árið 2005 hóf Benedikt störf sem einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Norræna fjárfestingabankans í Helsinki og svæðisstjóri fyrir Ísland. Þar starfaði hann fram til ársins 2008 en þá tók hann við starfi sem aðstoðarforstjóri Askar Capital fjárfestingabanka hf. Síðar sama ár varð Benedikt forstjóri sama fyrirtækis og starfaði sem slíku fram til ársins 2010. Árið 2010 til 2013 var Benedikt aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann hóf störf árið 2013 í forsætisráðuneytinu sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar og hefur frá árinu 2016 og fram til dagsins í dag gegnt embætti skrifstofustjóra skrifstofu stefnumála og síðar staðgengill ráðuneytisstjóra. Alls bárust 13 umsóknir um embættið sem var auglýst þann 1. maí sl. Hæfnisnefnd mat þrjá umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu. Ráðherra boðaði í framhaldi viðkomandi til viðtals og var það mat ráðherra að Benedikt væri hæfastur umsækjenda til að taka við embætti ráðuneytisstjóra.
Vistaskipti Stjórnarskrá Sjávarútvegur Landbúnaður Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira