Lygilegur sigur Frakka hélt þeim á lífi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:00 Gignac bar Frakka á herðum sér í dag. Zhizhao Wu/Getty Images Frakkar hafa verið allt annað en sannfærandi í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum það sem af er. Eftir 4-1 tap fyrir Mexíkó í fyrsta leik var útlit fyrir að liðið félli úr keppni í morgun en hádramatísk endurkoma hélt þeim á lífi. Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið í karlaboltanum í Japan í morgun, einn í hverjum riðlanna fjögurra. Frakkar eru í A-riðli og mættu þar liði Suður-Afríku í mikilvægum leik. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum; Frakkar 4-1 fyrir Mexíkó og Suður-Afríka 1-0 fyrir heimamönnum í Japan. Markalaust var í hálfleik en Luther Singh hafði klúðrað vítaspyrnu fyrir þá suður-afrísku skömmu fyrir hléið. Aðeins átta mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Kobamelo Kodisang kom Suður-Afríku hins vegar yfir. Hinn 35 ára gamli André-Pierre Gignac, sem leikið hefur með Tigres í Mexíkó undanfarin sex ár, jafnaði þó fyrir Frakka fjórum mínútum síðar. Andre-Pierre Gignac is now the top men's scorer at the Olympics Mexico South Africa pic.twitter.com/mCqRKxD8QJ— Goal (@goal) July 25, 2021 Evidence Makgopa kom Suður-Afríku í forystu á nú á 72. mínútu en aftur var það Gignac sem jafnaði, nú sex mínútum eftir mark Makgopa. Aðeins þremur mínútum eftir það skoraði Teboho Mokoena er hann kom Suður-Afríku í forystu í þriðja sinn, staðan 3-2. Gignac var hins vegar ekki hættur þar sem hann innsiglaði þrennu sína í leiknum af vítapunktinum á 86. mínútu leiksins er hann jafnaði í þriðja sinn. Þá lagði hann upp mark fyrir Teji Savernier, leikmann Montpellier, í uppbótartíma sem tryggði Frökkum ótrúlegan 4-3 sigur. Frakkar eru þá með þrjú stig í riðlinum, líkt og Japan og Mexíkó sem eigast við klukkan 11:00. Svipað hjá Hondúras Hondúras var í sömu stöðu og franska liðið eftir tap í sínum fyrsta leik en Nýja-Sjáland var andstæðingur þeirra í dag. 1-1 stóð í hléi áður en Chris Wood, samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, kom þeim nýsjálensku yfir snemma í síðari hálfleik. 2-1 stóð fram á 78. mínútu þegar Juan Obregon jafnaði fyrir Hondúras og þá skoraði Rigobert Rivas sigur mark þeirra á 87. mínútu. Hondúras vann leikinn 3-2 og er með þrjú stig í riðlinum líkt og Nýja-Sjáland og Rúmenía. Þeir rúmensku mæta Suður-Kóreu klukkan 11:00 en þeir síðarnefndu eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Argentína komið á blað en Fílabeinsstrendingar héldu tíu Brössum í skefjum Medina var hetja Argentínumanna.Masashi Hara/Getty Images Argentína tapaði óvænt 2-0 fyrir Ástralíu í fyrsta leik í C-riðli keppninnar en mark Facundo Medina á 52. mínútu tryggði þeim 1-0 sigur á Egyptum í dag. Argentína er með þrjú stig líkt og Ástralía í riðlinum en Egyptar og Spánverjar eru með eitt stig hvort. Þeir spænsku mæta Áströlum í leik sem hófst 10:30. Þá varð markalaust jafntefli á milli toppliðanna í D-riðli; Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar. Brasilía hafði unnið 4-2 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik en Fílabeinsströndin 2-1 sigur á Sádum. Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa á Englandi, fékk rautt spjald í liði Brassa eftir aðeins 13 mínútna leik. Fílabeinsströndin, sem skartar meðal annars Frank Kessié úr AC Milan og Eric Bailly úr Manchester United, tókst ekki að setja mark gegn tíu Brössum en þeir luku einnig leik með tíu menn eftir ða Eboue Kouassi fékk að líta sitt annað gula spjald tíu mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað í leiknum og eru bæði lið með fjögur stig eftir tvo leiki. Þjóðverjar og Sádar eigast við klukkan 11:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira