Þjóðverjar rétt mörðu Sáda - Japan með fullt hús Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 14:15 Felix Uduokhai var hetja Þjóðverja. Francois Nel/Getty Images Önnur umferð í riðlakeppni karla í fótbolta á Ólympíuleikunum kláraðist í dag. Heimamenn í Japan eru með fullt hús stiga og þá unnu Þýskaland og Spánn sína fyrstu sigra. Japanar mættu Mexíkó í dag en þeir mexíkósku gátu tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa unnið Frakka 4-1 í fyrsta leik. Það voru hins vegar þeir japönsku sem höfðu betur. Ungstirnið Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, kom þeim yfir eftir aðeins sex mínútna leik og mark Ritsu Doan úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar tvöfaldaði þá forystu. 2-0 stóð í hléi en Johan Vasquez frá Mexíkó fékk að líta beint rautt spjald rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir að leika með tíu menn gegn ellefu tókst Mexíkó að laga stöðuna í gegnum Roberto Alvarado sem minnkaði muninn á 85. mínútu. 2-1 fór hins vegar leikurinn fyrir Japan sem er þá með sex stig eftir tvo leiki. Japan er þó ekki öruggt áfram þar sem síðasti leikur liðsins er við Frakka sem eru með þrjú stig, líkt og Mexíkó, eftir 4-3 sigur á Suður-Afríku í morgun. Vinni Frakkar lið Japans í lokaumferðinni og Mexíkó vinni Suður-Afríku munu öll þrjú liðin enda með sex stig og mun þá markatalan í innbyrðis viðureignum liðanna ráða því hver fara áfram. Mexíkó stendur þar best að vígi eftir 4-1 sigurinn á Frökkum. Allt jafnt í B-riðli Suður-Kórea rúllaði yfir tíu Rúmena.Atsushi Tomura/Getty Images Mikil spenna er í B-riðli mótsins. Suður-Kórea rúllaði yfir Rúmeníu í dag, 4-0. Marius Marin skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik áður en liðsfélagi hans Ion Gheorge fékk að líta rautt spjald skömmu fyrir hlé. Suður-Kórea nýtti sér liðsmuninn er Won-Sang Eom tvöfaldaði forystuna áður en hinn bráðefnilegi Kang-In Lee, leikmaður Valencia, skoraði tvö til að innsigla 4-0 sigurinn. Eftir sigur Hondúras á Nýja-Sjálandi í riðlinum fyrr í dag eru öll liðin fjögur með þrjú stig. Rúmenía mætir Nýja-Sjálandi í lokaumferðinni en Suður-Kórea etur kappi við Hondúras. Spánverjar á sigurbraut Fyrirliðinn Oyarzabal var hetja Spánverja. Þeir þurfti að bíða rúmar 170 mínútur eftir fyrsta marki sínu á mótinu.Masashi Hara/Getty Images Spánverjar mættu með gríðarsterkt lið til leiks í ár en heilir fimm leikmenn eru í hópi liðsins sem einnig voru á EM fyrr í sumar. Það eru þeir Pau Torres, Eric Garcia, Pedri, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal. Það voru því vonbrigði þegar þeir spænsku gerðu markalaust jafntefli við Egypta í fyrsta leik. Þeir mættu Áströlum í dag og voru aftur í vandræðum með að finna netmöskvana. Þeim tókst það þó að lokum, þar sem Oyarzabal tryggði þeim 1-0 sigur með marki eftir stoðsendingu Marco Asensio á 81. mínútu. Spánn er með fjötur stig í riðlinum, en Ástralir og Argentínumenn koma næstir með þrjú, á meðan Egyptar eru með eitt stig á botninum. Tíu Þjóðverjar komust á blað Þjóðverjar vildu eflaust svara fyrir tap sitt fyrir Brasilíu í fyrsta leik í D-riðlinum. Þeim leik lauk 4-2 eftir að Brassar höfðu komist 3-0 yfir. Sádi-Arabía beið þeirra þýsku í dag en Sádar töpuðu 2-1 fyrir Fílabeinsströndinni í fyrsta leik. Þjóðverjar byrjuðu betur þar sem Nadiem Amiri, leikmaður Bayer Leverkusen, kom þeim í forystu eftir ellefu mínútna leik. Sami Al-Najei jafnaði hins vegar fyrir Sáda eftir hálftímaleik en mark Ragnars Ache skömmu fyrir hlé þýddi að Þjóðverjar voru 2-1 yfir þegar hálfleiksflautið gall. Sádar voru svekktir í leikslok.Francois Nel/Getty Images Al-Najei skoraði aftur á móti sitt annað mark þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum til að jafna á ný. Þá veiktist von Þjóðverja um sigur á 67. mínútu þegar Amos Pieper fékk að líta beint rautt spjald, annan leikinn í röð sem Þjóðverja er vikið af velli. Miðvörðurinn Felix Uduokhai tryggði þeim þýsku hins vegar sigur með þriðja marki þeirra stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þýskaland er með þrjú stig eftir sigurinn en Sádar án stiga. Brasilía og Fílabeinsströndin eru í efstu sætum riðilsins eftir markalaust jafntefli liðanna í dag. Þýskaland mætir Fílabeinsströndinni í lokaleik riðilsins á meðan Brasilía mætir Sádum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Japanar mættu Mexíkó í dag en þeir mexíkósku gátu tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa unnið Frakka 4-1 í fyrsta leik. Það voru hins vegar þeir japönsku sem höfðu betur. Ungstirnið Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, kom þeim yfir eftir aðeins sex mínútna leik og mark Ritsu Doan úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar tvöfaldaði þá forystu. 2-0 stóð í hléi en Johan Vasquez frá Mexíkó fékk að líta beint rautt spjald rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir að leika með tíu menn gegn ellefu tókst Mexíkó að laga stöðuna í gegnum Roberto Alvarado sem minnkaði muninn á 85. mínútu. 2-1 fór hins vegar leikurinn fyrir Japan sem er þá með sex stig eftir tvo leiki. Japan er þó ekki öruggt áfram þar sem síðasti leikur liðsins er við Frakka sem eru með þrjú stig, líkt og Mexíkó, eftir 4-3 sigur á Suður-Afríku í morgun. Vinni Frakkar lið Japans í lokaumferðinni og Mexíkó vinni Suður-Afríku munu öll þrjú liðin enda með sex stig og mun þá markatalan í innbyrðis viðureignum liðanna ráða því hver fara áfram. Mexíkó stendur þar best að vígi eftir 4-1 sigurinn á Frökkum. Allt jafnt í B-riðli Suður-Kórea rúllaði yfir tíu Rúmena.Atsushi Tomura/Getty Images Mikil spenna er í B-riðli mótsins. Suður-Kórea rúllaði yfir Rúmeníu í dag, 4-0. Marius Marin skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik áður en liðsfélagi hans Ion Gheorge fékk að líta rautt spjald skömmu fyrir hlé. Suður-Kórea nýtti sér liðsmuninn er Won-Sang Eom tvöfaldaði forystuna áður en hinn bráðefnilegi Kang-In Lee, leikmaður Valencia, skoraði tvö til að innsigla 4-0 sigurinn. Eftir sigur Hondúras á Nýja-Sjálandi í riðlinum fyrr í dag eru öll liðin fjögur með þrjú stig. Rúmenía mætir Nýja-Sjálandi í lokaumferðinni en Suður-Kórea etur kappi við Hondúras. Spánverjar á sigurbraut Fyrirliðinn Oyarzabal var hetja Spánverja. Þeir þurfti að bíða rúmar 170 mínútur eftir fyrsta marki sínu á mótinu.Masashi Hara/Getty Images Spánverjar mættu með gríðarsterkt lið til leiks í ár en heilir fimm leikmenn eru í hópi liðsins sem einnig voru á EM fyrr í sumar. Það eru þeir Pau Torres, Eric Garcia, Pedri, Dani Olmo og Mikel Oyarzabal. Það voru því vonbrigði þegar þeir spænsku gerðu markalaust jafntefli við Egypta í fyrsta leik. Þeir mættu Áströlum í dag og voru aftur í vandræðum með að finna netmöskvana. Þeim tókst það þó að lokum, þar sem Oyarzabal tryggði þeim 1-0 sigur með marki eftir stoðsendingu Marco Asensio á 81. mínútu. Spánn er með fjötur stig í riðlinum, en Ástralir og Argentínumenn koma næstir með þrjú, á meðan Egyptar eru með eitt stig á botninum. Tíu Þjóðverjar komust á blað Þjóðverjar vildu eflaust svara fyrir tap sitt fyrir Brasilíu í fyrsta leik í D-riðlinum. Þeim leik lauk 4-2 eftir að Brassar höfðu komist 3-0 yfir. Sádi-Arabía beið þeirra þýsku í dag en Sádar töpuðu 2-1 fyrir Fílabeinsströndinni í fyrsta leik. Þjóðverjar byrjuðu betur þar sem Nadiem Amiri, leikmaður Bayer Leverkusen, kom þeim í forystu eftir ellefu mínútna leik. Sami Al-Najei jafnaði hins vegar fyrir Sáda eftir hálftímaleik en mark Ragnars Ache skömmu fyrir hlé þýddi að Þjóðverjar voru 2-1 yfir þegar hálfleiksflautið gall. Sádar voru svekktir í leikslok.Francois Nel/Getty Images Al-Najei skoraði aftur á móti sitt annað mark þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum til að jafna á ný. Þá veiktist von Þjóðverja um sigur á 67. mínútu þegar Amos Pieper fékk að líta beint rautt spjald, annan leikinn í röð sem Þjóðverja er vikið af velli. Miðvörðurinn Felix Uduokhai tryggði þeim þýsku hins vegar sigur með þriðja marki þeirra stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þýskaland er með þrjú stig eftir sigurinn en Sádar án stiga. Brasilía og Fílabeinsströndin eru í efstu sætum riðilsins eftir markalaust jafntefli liðanna í dag. Þýskaland mætir Fílabeinsströndinni í lokaleik riðilsins á meðan Brasilía mætir Sádum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira