Ljósmyndasýning á Hvolsvelli opin allan sólarhringinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2021 20:05 Baldur að fræða gesti um sýninguna en mikið er um hópa, sem mæta til að sjá sýninguna og virða myndirnar fyrir sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil aðsókn hefur verið að útiljósmyndasýningu í miðbæ Hvolsvallar í sumar en þar sýna áhugaljósmyndarar myndir sínar, sem allar eru teknar í héraði. Sýningin er opinn allan sólarhringinn. Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira