Víkingur tekur sæti Kríu í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 15:43 Víkingur hefur flakkað milli efstu og næstefstu deildar síðasta aldarfjórðunginn. víkingur Víkingur hefur ákveðið að taka sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni síðasta vor en sá sér svo ekki fært að taka sætið vegna aðstöðuleysis. Víkingar fengu því boð um að taka sæti í Olís-deildinni sem þeir þáðu. Þótt Víkingar geri sér grein fyrir að róðurinn verði þungur næsta vetur stefna þeir hátt. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á,“ segir Björn Einarsson, formaður aðalstjórnar Víkings, í fréttatilkynningu frá félaginu. „Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag.“ Berserkir, venslalið Víkings, mun taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Víkingar enduðu í 2. sæti hennar á síðasta tímabili. Víkingur lék síðast í Olís-deildinni tímabilið 2017-18 en þá tók liðið sæti KR sem gaf það frá sér. Víkingur endaði í tólfta og neðsta sæti Olís-deildarinnar og féll. Fréttatilkynning Víkings Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Kría Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni síðasta vor en sá sér svo ekki fært að taka sætið vegna aðstöðuleysis. Víkingar fengu því boð um að taka sæti í Olís-deildinni sem þeir þáðu. Þótt Víkingar geri sér grein fyrir að róðurinn verði þungur næsta vetur stefna þeir hátt. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á,“ segir Björn Einarsson, formaður aðalstjórnar Víkings, í fréttatilkynningu frá félaginu. „Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag.“ Berserkir, venslalið Víkings, mun taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Víkingar enduðu í 2. sæti hennar á síðasta tímabili. Víkingur lék síðast í Olís-deildinni tímabilið 2017-18 en þá tók liðið sæti KR sem gaf það frá sér. Víkingur endaði í tólfta og neðsta sæti Olís-deildarinnar og féll. Fréttatilkynning Víkings Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Kría Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira