Austurríkismaður leiðir eftir fyrsta hring í Japan Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 20:01 Straka átti fantagóðan hring í nótt. Chris Trotman/Getty Images Hinn austurríski Sepp Straka er í forystu eftir fyrsta hring í golfkeppni karla á Ólympíuleikunum í Japan. Fyrsti hringurinn fór fram í nótt á Kasumigaseki-vellinum í Saitama. Straka átti hörkuhring sem hann fór á 63 höggum, átta höggum undir pari vallar. Hann 28 ára gamall og er í 161. sæti heimslistans. Fast á hæla Austurríkismannsins sækir hinn taílenski Jazz Janewattananond sem lék einu höggi verr á hringum, á sjö undir pari. Höggi á eftir Jazz eru svo Belginn Thomas Pieters og Carlos Ortíz frá Mexíkó. Collin Morikawa, sem vann Opna breska meistaramótið á dögunum og er í 3. sæti heimslistans, er í 20. sæti á 69 höggum, rétt eins og Norður-Írinn Rory McIlroy og heimamaðurinn Hideki Matsuyama. Annar hringur mótsins hefst síðar í kvöld. Keppni í golfi kvenna hefst þá ekki fyrr en næsta miðvikudag, 4. ágúst. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Straka átti hörkuhring sem hann fór á 63 höggum, átta höggum undir pari vallar. Hann 28 ára gamall og er í 161. sæti heimslistans. Fast á hæla Austurríkismannsins sækir hinn taílenski Jazz Janewattananond sem lék einu höggi verr á hringum, á sjö undir pari. Höggi á eftir Jazz eru svo Belginn Thomas Pieters og Carlos Ortíz frá Mexíkó. Collin Morikawa, sem vann Opna breska meistaramótið á dögunum og er í 3. sæti heimslistans, er í 20. sæti á 69 höggum, rétt eins og Norður-Írinn Rory McIlroy og heimamaðurinn Hideki Matsuyama. Annar hringur mótsins hefst síðar í kvöld. Keppni í golfi kvenna hefst þá ekki fyrr en næsta miðvikudag, 4. ágúst.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira