Ætla að rannsaka áhrif Covid-19 bóluefna á tíðahring kvenna Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2021 12:27 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Til stendur að hefja rannsókn á áhrifum bóluefna gegn Covid-19 á tíðahring kvenna hér á landi. Rannsóknin verður unnin undir forystu Lyfjastofnunar og í samvinnu við landlækni og sóttvarnalækni. Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis. Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller landlæknis við erindi Rebekku Ósk Sváfnisdóttur. Rebekka hefur vakið máls á mögulegum áhrifum bóluefnanna á tíðahringinn og er stofnandi fjölmenns Facebook-hóps fyrir konur sem hafa fundið fyrir slíkum einkennum. Sjálf var Rebekka á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningar og hefur kallað eftir því að slík tilfelli verði rannsökuð. Minnst 270 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun um mögulega röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar. Á miðvikudag afhenti Rebekka landlæknisembættinu undirskriftalista með fjölda reynslusaga frá konum sem telja sig hafa fundið fyrir slíkum aukaverkunum. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninga gegn Covid-19 og breytinga á tíðablæðingum. Vonar að málinu verði fylgt eftir Rebekka fékk svar frá Ölmu Möller landlækni í morgun og birti það í umræddum Facebook-hópi sem ber nafnið Tíðahringur bólusettra kvenna gegn Covid-19. „Þetta er fagnaðarefni því þetta er í raun og veru allt sem við vildum, að þetta yrði skoðað,“ segir Rebekka í samtali við Vísi. Hún segist vera virkilega sátt með niðurstöðuna og vona að henni verði fylgt eftir. „Ég vona að verðum ekki bara látnar bíða og ekkert verði gert. Þetta er allavega fyrsta skrefið.“ Vilja leita skýringa Fram kemur í svari Ölmu að hún hafi rætt málið við Rúnu Hauksdóttir Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í vikunni og þær sammælst um að ráðist yrði í rannsóknina. „Við erum sammála um að fá 3-4 óháða sérfræðinga, m.a. á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga-, og blóðstorkufræða til að gera þessa rannsókn og þegar er byrjað á því að setja saman þann hóp. Markmið rannsóknarinnar er að leita skýringa til að geta svarað spurningum ykkar og gefið ráð,“ segir í svari landlæknis til Rebekku. Alma segist ekki geta sagt til um það hvað rannsóknin mun taka langan tíma en reiknar með að hún taki að lágmarki einhverjar vikur. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu þessarar fréttar. Ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, sagði í júní að ekki þurfi að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum. Þá sagði hann að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum. Þetta hafi þó verið kannað víða erlendis.
Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Tengdar fréttir Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36
Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. 16. júlí 2021 16:31