Óttast um þátttöku í mikilvægri klíniskri tilraun og vilja bólusetningu sem fyrst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júlí 2021 15:04 Bræðurnir Baldur, til vinstri, og Baldvin, til hægri, eru báðir með Duchenne og báður þátttakendur í klíniskri tilraun í Kanada. Baldvin er bólusettur en Baldur er ári of ungur til að mega fá bólusetningu gegn Covid-19. Mynd/Aðsend Foreldrar ellefu ára gamals drengs með Duchenne-sjúkdóminn hafa kallað eftir því að hann fái bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi svo hann komist sem fyrst til Kanada, til þess að þátttaka þeirra í klíniskri tilraun á lyfi sem þau segja að hafi stórbætt lífsgæði drengsins og bróður hans, sem einnig er með Duchenne, sé ekki í hættu. Málið er í skoðun hjá sóttvarnaryfirvöldum. Hjónin Sif Hauksdóttir og Guðni Hjörvar Jónsson birtu Facebook-pistil í morgun þar sem þau greina frá stöðu mála vegna bólusetningar sonar þeirra Baldurs, en þau óttast að óbólusettur komist hann ekki til Kanada þegar landamærin þar opna að nýju í september. Þangað þurfa þau að fara til þess að Baldur og bróðir hans Baldvin geti haldið áfram í klínisku tilrauninni sem staðið hefur yfir síðan 2018. Í samtali við Vísi segir Guðni að eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hafi drengirnir tveir geta haldið áfram í tilrauninni héðan frá Íslandi, en nú sé verið að gera breytingu á því. „Núna var læknirinn okkar úti að tilkynna okkur að lyfjaframleiðandinn sé að breyta kríteríunni þannig að ef þátttakendur komast ekki á staðinn allavega einu sinni ári, þá verði þeir teknir úr tilrauninni,“ segir Guðni. Lyfjaframleiðandinn sé að fara að innleiða nýja klásu í prófanirnar þess eðlis að ef drengirnir geta ekki mætt á barnaspítalann í Calgary í Kanada einu sinni á ári þá sé ekki unnt að tryggja öryggi þeirra og safna nauðsynlegum gögnum fyrir prófunina. Landamæri Kanada opna 7. september og þau vilja nýta gluggann Kanada stefnir á það að opna landamæri sín frá og með 7 .september fyrir fullbólusettum og vilja þau komast sem fyrst út til þess að tryggja áframhaldandi þátttöku í tilrauninni. Eldri bróðirinn Baldvin hefur þegar þegið bólusetningu sem langveikt barn, en hann er fæddur 2009 og er því á 12. aldursári. Baldvin var afar ánægður þegar hann var bólusettur.Mynd/Aðsend Baldur er hins vegar árinu yngri og fellur því ekki undir aldursviðmið bólusetningar miðað við markaðsleyfi þeirra bóluefna sem eru í notkun hér á landi. Bóluefni Pfizer er það eina sem má nota á börn undir átján ára að aldri hér á landi, niður í tólf ára aldur. Óttast þau að Baldur komist ekki óbólusettur til Kanada, sem myndi þýða endalok þátttöku hans í tilrauninni, þó að Baldvin gæti haldið áfram. Vilja þau að Baldur verði bólusettur sem fyrst svo að þau komist út til Kanada í þessum glugga, og því séu aðeins örfáar dagar til stefnu eigi þau að komast út sem fyrst. Nú sé tækifæri til að fara út enda óttist þau að bakslag í kórónuveirufaraldrinum geti aftur lokað á landamæri Kanada, og þá sé úti um þátttöku þeirra beggja. „Við viljum absalút að þeir haldi áfram í þessari rannsókn því að við höfum séð hvað þetta lyf gerir mikið fyrir þá. Það væri mikil blóðtaka að þurfa að hætta þar. Við færum alltaf með eldri út sama hvað,“ segir Guðni. „Við erum að biðja um það að þetta verði skoðað, þetta einstaka dæmi. Að menn leggist yfir kosti og galla,“ segir Guðni enda sé aldur Baldurs nú þegar á mörkunum að sleppa inn fyrir þau takmörk sem markaðsleyfið veitir. Þau hafa verið í samskiptum við embætti landlæknis vegna málsins. Óska eftir gögnum frá Kanada Í samtali við Vísi segist Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis kannast við málið. Hún segir að einstaklingur sem er undir þeim aldri sem markaðsleyfi bóluefna gildi fyrir muni ekki vera bólusettur án þess að einhver gögn liggi fyrir um að slíkt sé í lagi. „Lyfið er ekki með markaðssleyfi fyrir notkun í þessum aldurshópi og þetta er ekki eins og að nota lyf sem er búið að vera í notkun áratugi aðeins niður fyrir aldurshópinn. Þetta eru lyf sem eru algjörlega ný og við erum enn að átta okkur á því hverjar eru mögulegar alvarlegar aukaverkanir á þeim þannig að við notum þau ekki út fyrir markaðssleyfið,“ segir Kamilla. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis er tíður gestur á upplýsingafundum Almannavarna.Lögreglan Hún segist þó vera í sambandi við kanadísk yfirvöld til þess að fá nánari upplýsingar. Málið sé því í skoðun. „Ég er hins vegar búinn að hafa samband við kanadísk yfirvöld til þess að reyna að átta mig á því hvað þau hafa fyrir sér að mæla með bólusetningu, eða í raun að krefjast bólusetningar fyrir aldurshóp sem á ekki að bólusetja og eru engin gögn fyrir því að bólusetja. Þetta er bara í skoðun eins og við getum en við munum ekki bólusetja einstakling á þessum aldri nema hafa einhver gögn fyrir því að það sé í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Tengdar fréttir Aðstandendur langveikra bólusettir í dag Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30. 26. maí 2021 07:20 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Hjónin Sif Hauksdóttir og Guðni Hjörvar Jónsson birtu Facebook-pistil í morgun þar sem þau greina frá stöðu mála vegna bólusetningar sonar þeirra Baldurs, en þau óttast að óbólusettur komist hann ekki til Kanada þegar landamærin þar opna að nýju í september. Þangað þurfa þau að fara til þess að Baldur og bróðir hans Baldvin geti haldið áfram í klínisku tilrauninni sem staðið hefur yfir síðan 2018. Í samtali við Vísi segir Guðni að eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hafi drengirnir tveir geta haldið áfram í tilrauninni héðan frá Íslandi, en nú sé verið að gera breytingu á því. „Núna var læknirinn okkar úti að tilkynna okkur að lyfjaframleiðandinn sé að breyta kríteríunni þannig að ef þátttakendur komast ekki á staðinn allavega einu sinni ári, þá verði þeir teknir úr tilrauninni,“ segir Guðni. Lyfjaframleiðandinn sé að fara að innleiða nýja klásu í prófanirnar þess eðlis að ef drengirnir geta ekki mætt á barnaspítalann í Calgary í Kanada einu sinni á ári þá sé ekki unnt að tryggja öryggi þeirra og safna nauðsynlegum gögnum fyrir prófunina. Landamæri Kanada opna 7. september og þau vilja nýta gluggann Kanada stefnir á það að opna landamæri sín frá og með 7 .september fyrir fullbólusettum og vilja þau komast sem fyrst út til þess að tryggja áframhaldandi þátttöku í tilrauninni. Eldri bróðirinn Baldvin hefur þegar þegið bólusetningu sem langveikt barn, en hann er fæddur 2009 og er því á 12. aldursári. Baldvin var afar ánægður þegar hann var bólusettur.Mynd/Aðsend Baldur er hins vegar árinu yngri og fellur því ekki undir aldursviðmið bólusetningar miðað við markaðsleyfi þeirra bóluefna sem eru í notkun hér á landi. Bóluefni Pfizer er það eina sem má nota á börn undir átján ára að aldri hér á landi, niður í tólf ára aldur. Óttast þau að Baldur komist ekki óbólusettur til Kanada, sem myndi þýða endalok þátttöku hans í tilrauninni, þó að Baldvin gæti haldið áfram. Vilja þau að Baldur verði bólusettur sem fyrst svo að þau komist út til Kanada í þessum glugga, og því séu aðeins örfáar dagar til stefnu eigi þau að komast út sem fyrst. Nú sé tækifæri til að fara út enda óttist þau að bakslag í kórónuveirufaraldrinum geti aftur lokað á landamæri Kanada, og þá sé úti um þátttöku þeirra beggja. „Við viljum absalút að þeir haldi áfram í þessari rannsókn því að við höfum séð hvað þetta lyf gerir mikið fyrir þá. Það væri mikil blóðtaka að þurfa að hætta þar. Við færum alltaf með eldri út sama hvað,“ segir Guðni. „Við erum að biðja um það að þetta verði skoðað, þetta einstaka dæmi. Að menn leggist yfir kosti og galla,“ segir Guðni enda sé aldur Baldurs nú þegar á mörkunum að sleppa inn fyrir þau takmörk sem markaðsleyfið veitir. Þau hafa verið í samskiptum við embætti landlæknis vegna málsins. Óska eftir gögnum frá Kanada Í samtali við Vísi segist Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis kannast við málið. Hún segir að einstaklingur sem er undir þeim aldri sem markaðsleyfi bóluefna gildi fyrir muni ekki vera bólusettur án þess að einhver gögn liggi fyrir um að slíkt sé í lagi. „Lyfið er ekki með markaðssleyfi fyrir notkun í þessum aldurshópi og þetta er ekki eins og að nota lyf sem er búið að vera í notkun áratugi aðeins niður fyrir aldurshópinn. Þetta eru lyf sem eru algjörlega ný og við erum enn að átta okkur á því hverjar eru mögulegar alvarlegar aukaverkanir á þeim þannig að við notum þau ekki út fyrir markaðssleyfið,“ segir Kamilla. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis er tíður gestur á upplýsingafundum Almannavarna.Lögreglan Hún segist þó vera í sambandi við kanadísk yfirvöld til þess að fá nánari upplýsingar. Málið sé því í skoðun. „Ég er hins vegar búinn að hafa samband við kanadísk yfirvöld til þess að reyna að átta mig á því hvað þau hafa fyrir sér að mæla með bólusetningu, eða í raun að krefjast bólusetningar fyrir aldurshóp sem á ekki að bólusetja og eru engin gögn fyrir því að bólusetja. Þetta er bara í skoðun eins og við getum en við munum ekki bólusetja einstakling á þessum aldri nema hafa einhver gögn fyrir því að það sé í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Tengdar fréttir Aðstandendur langveikra bólusettir í dag Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30. 26. maí 2021 07:20 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Aðstandendur langveikra bólusettir í dag Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30. 26. maí 2021 07:20
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31
Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45