Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 13:56 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttahúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira