Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 31. júlí 2021 16:36 Um þrjátíu manns gista á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal þessa verslunarmannahelgina, sem er talsvert færra en það sem vant er. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. Nú stendur yfir langstærsta ferðahelgi ársins og undir venjulegum kringumstæðum væru hátíðarhöld í öðru hvoru bæjarfélagi. Sökum núgildandi sóttvarnaraðgerða hefur slíkt þó verið blásið af á flestum stöðum. Svo virðist sem það hafi þó ekki haft mikil áhrif á ferðahug landsmanna sem margir hverjir hafa komið sér fyrir á tjaldsvæðum landsins. Um fimm hundruð manns dvelja nú á tjaldsvæðinu í Reykholti á Bláskógabyggð. Þar er þó búið að skipta svæðinu upp í þrjú hólf sökum tvö hundruð manna fjöldatakmarks. Aðalmálið að vinirnir lendi í sama hólfi „Þetta var eiginlega allt pantað fyrirfram. Fólk hringdi og auðvitað þurftum við að segja nei við nokkra en það var ekki mikið um það,“ segir Steinunn Bjarnadóttir umsjónarmaður tjaldsvæðisins. Hún segir núverandi fyrirkomulag þó krefjast meiri skrifstofuvinnu en hún er vön. „Maður þarf að raða niður í hólfin og það svona flækir málin aðeins. En þetta er bara allt í góðu og allir sáttir með það. Það er bara aðalmálið að vinirnir lendi í sama sóttvarnarhólfi.“ Steinunn sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni svara tugum símtala á dag þar sem hún væri spurð hvort laust sé á svæðinu. „Það eru mjög margir búnir að vera hérna síðan á þriðjudaginn og kom mikið fyrri part vikunnar. Svo fóru einhverjir í gær og aðrir komu í gær. Við þurfum náttúrlega að passa vel upp á hólfin okkar.“ Blíðskaparveður hefur verið á svæðinu í vikunni en það tók þó óvænta vendingu í gær. „Það fór ábyggilega alveg upp í 27 stig hérna í gær, þangað til við fengum þrumur og eldingar þvílíkar og svo þvílíkt úrhelli í 23 stiga hita. Þannig það var bara hægt að standa úti á stuttermabolnum í rigningunni,“ segir Steinunn. Um 30 manns tjölduðu í Herjólfsdal Vísir náði tali af lögreglunni í Vestmannaeyjum í morgun, sem telur að um tíu þúsund gestir hafi mætt til Eyja um helgina þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað. Þrátt fyrir þann fjölda segir Hafdís Kristjánsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðanna í Herjólfsdal og á Þórsvelli, að afar fámennt sé á tjaldsvæðunum. „Orðrómurinn er búinn að vera þessi alla vikuna „Förum til Vestmannaeyja, allir til Vestmannaeyja!“ en þetta er náttúrlega bara orðrómur. Þannig að staðreyndin er sú að það er bara afskaplega fátt hjá mér á tjaldsvæðinu.“ Hafdís segir búið að vera gott veður. Allir hafi skemmt sér vel í gær og kvöldið hafi gengið vel fyrir sig. „Það voru bara allir að skemmta sér og allt með kyrrum kjörum og allir bara að njóta lífsins.“ Hún segist vera búin að loka fyrir bókanir inni í Herjólfsdal, en þar dvelja um 30 manns eins og staðan er núna. Bein útsending fer fram á brekkusöngnum á morgun og þarf því að vera búið að rýma svæðið klukkan átta og verður það lokað til miðnættis. „Tekst á næsta ári!“ Hún segir þetta vera afar skrítna tíma fyrir Eyjamenn, enda á Þjóðhátíð sérstakan stað í hjörtum allra Eyjamanna og eyjan venjulega yfirfull af lífi og fjöri þessa helgi. „Mér finnst bara rosalega skrítið að vera hérna inni í Herjólfsdal og sjá allt uppi og ekkert um að vera. Maður er pínu svona meyr get ég sagt. Maður finnur bara hvað þjóðhátíðin hefur sterkar taugar til manns.“ „En lífið heldur áfram. Okkur tókst næstum því að halda Þjóðhátíð núna en á næsta ári þá tekst þetta!,“ segir Hafdís full af bjartsýni. Bláskógabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Nú stendur yfir langstærsta ferðahelgi ársins og undir venjulegum kringumstæðum væru hátíðarhöld í öðru hvoru bæjarfélagi. Sökum núgildandi sóttvarnaraðgerða hefur slíkt þó verið blásið af á flestum stöðum. Svo virðist sem það hafi þó ekki haft mikil áhrif á ferðahug landsmanna sem margir hverjir hafa komið sér fyrir á tjaldsvæðum landsins. Um fimm hundruð manns dvelja nú á tjaldsvæðinu í Reykholti á Bláskógabyggð. Þar er þó búið að skipta svæðinu upp í þrjú hólf sökum tvö hundruð manna fjöldatakmarks. Aðalmálið að vinirnir lendi í sama hólfi „Þetta var eiginlega allt pantað fyrirfram. Fólk hringdi og auðvitað þurftum við að segja nei við nokkra en það var ekki mikið um það,“ segir Steinunn Bjarnadóttir umsjónarmaður tjaldsvæðisins. Hún segir núverandi fyrirkomulag þó krefjast meiri skrifstofuvinnu en hún er vön. „Maður þarf að raða niður í hólfin og það svona flækir málin aðeins. En þetta er bara allt í góðu og allir sáttir með það. Það er bara aðalmálið að vinirnir lendi í sama sóttvarnarhólfi.“ Steinunn sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni svara tugum símtala á dag þar sem hún væri spurð hvort laust sé á svæðinu. „Það eru mjög margir búnir að vera hérna síðan á þriðjudaginn og kom mikið fyrri part vikunnar. Svo fóru einhverjir í gær og aðrir komu í gær. Við þurfum náttúrlega að passa vel upp á hólfin okkar.“ Blíðskaparveður hefur verið á svæðinu í vikunni en það tók þó óvænta vendingu í gær. „Það fór ábyggilega alveg upp í 27 stig hérna í gær, þangað til við fengum þrumur og eldingar þvílíkar og svo þvílíkt úrhelli í 23 stiga hita. Þannig það var bara hægt að standa úti á stuttermabolnum í rigningunni,“ segir Steinunn. Um 30 manns tjölduðu í Herjólfsdal Vísir náði tali af lögreglunni í Vestmannaeyjum í morgun, sem telur að um tíu þúsund gestir hafi mætt til Eyja um helgina þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað. Þrátt fyrir þann fjölda segir Hafdís Kristjánsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðanna í Herjólfsdal og á Þórsvelli, að afar fámennt sé á tjaldsvæðunum. „Orðrómurinn er búinn að vera þessi alla vikuna „Förum til Vestmannaeyja, allir til Vestmannaeyja!“ en þetta er náttúrlega bara orðrómur. Þannig að staðreyndin er sú að það er bara afskaplega fátt hjá mér á tjaldsvæðinu.“ Hafdís segir búið að vera gott veður. Allir hafi skemmt sér vel í gær og kvöldið hafi gengið vel fyrir sig. „Það voru bara allir að skemmta sér og allt með kyrrum kjörum og allir bara að njóta lífsins.“ Hún segist vera búin að loka fyrir bókanir inni í Herjólfsdal, en þar dvelja um 30 manns eins og staðan er núna. Bein útsending fer fram á brekkusöngnum á morgun og þarf því að vera búið að rýma svæðið klukkan átta og verður það lokað til miðnættis. „Tekst á næsta ári!“ Hún segir þetta vera afar skrítna tíma fyrir Eyjamenn, enda á Þjóðhátíð sérstakan stað í hjörtum allra Eyjamanna og eyjan venjulega yfirfull af lífi og fjöri þessa helgi. „Mér finnst bara rosalega skrítið að vera hérna inni í Herjólfsdal og sjá allt uppi og ekkert um að vera. Maður er pínu svona meyr get ég sagt. Maður finnur bara hvað þjóðhátíðin hefur sterkar taugar til manns.“ „En lífið heldur áfram. Okkur tókst næstum því að halda Þjóðhátíð núna en á næsta ári þá tekst þetta!,“ segir Hafdís full af bjartsýni.
Bláskógabyggð Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00