Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 13:19 Krystsina Tsimanouskaya er komin með landvistarleyfi í Póllandi. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17