Tilkynnt var um gerð þáttanna árið 2017 og hófust tökur í febrúar 2020. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Amazon Prime þann 2. september 2022.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amazon á decider.com í gær. Tilkynningunni fylgdi mynd sem gefur til kynna við hverju er að búast í nýju þáttunum. Í forgrunni má sjá hetju, umvafða hvítri skikkju, og borgina Minas Tirith, höfuðborg Gondor, í bakgrunni.
Amazon's #LordoftheRings series finally has a premiere date!
— Alex Zalben (@azalben) August 2, 2021
September 2, 2022
Plus, to celebrate the wrap of Season 1, Amazon has a first look pic from the series: https://t.co/asCwHEMnqo via @decider pic.twitter.com/PGeUpXeAZ9
Staðfest hefur verið af aðstandendum þáttanna að þeir gerast þúsundum ára áður en saga Fróða Bagga og föruneytisins hefst.
Þegar þættirnir hefja göngu sína mun einn þáttur koma út vikulega á Amazon Prime. Þá hefur þegar verið tilkynnt að önnur sería verði gerð af þáttunum.