Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:56 Í umræddri grein er kallað eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Getty Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum. Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína. Kína Leikjavísir Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína.
Kína Leikjavísir Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira