Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 10:36 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna. Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna.
Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira