Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 18:31 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar þurfi að finna leið til þess að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er með veiruna þrammandi um í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira