Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 18:46 Kári Stefánsson leggur til nokkrar aðgerðir til að ráðast í strax, þar á meðal að takmarka frelsi óbólusettra. Vísir/Vilhelm Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira