Fylgjast grannt með nýjum afbrigðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2021 23:30 Vísindamenn vakta ný afbrigði kórónuveirunnar. Getty Vísindamenn víða um heim vakta nú og fylgjast grannt með upplýsingum um ný afbrigði kórónuveirunnar. Reuters greinir frá. Eftir því sem kórónuveiran hefur stökkbreyst hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekið upp á því að nefna afbrigði hennar eftir bókstöfum í gríska stafrófinu. Delta-afbrigðið virðist nú vera ríkjandi í heiminum og þarf ekki að líta lengra en til Íslands til þess að finna dæmi um það, en afbrigðið er helsti sökudólgurinn í þeirri bylgju sem nú er í gangi hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Afbrigðið var fyrst greint á Indlandi og virðist vera það skæðasta hingað til. Í umfjöllun Reuters segir að einn versti eiginleiki delta-afbrigðisins sé hversu bráðsmitandi það virðist vera. Rannsakendur í Kína hafi til að mynda komist að því að þeir sem smitist af afbrigðinu geti innihaldið allt að 1.260 sinnum fleiri veirur í nefkoki samanborið við þá sem smituðust af hinu upprunulega afbrigði veirunnar. Delta-plús á vöktunarlista á Indlandi Þá er einnig óttast að delta-afbrigðið muni stökkbreytast enn frekar og raunar hafa indversk yfirvöld sett svokallaða delta plús-afbrigði á sérstakan vöktunarlista, en það afbrigði hefur verið greint í 32 löndum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa þó ekki sett delta plús-afbrigðið á vöktunarlista en í frétt Reuters segir að sérfræðingar telji ekki víst að það afbrigði sé hættulegra en delta-afbrigðið. Telja lambda-afbrigðið á undanhaldi en fylgjast þó vel með Fréttir hafa einnig verið sagðar af lambda-afbrigðinu sem fyrst greindist í Perú í desember síðastliðnum. Afbrigðið er á sérstökum vöktunarlista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en verið að rannsaka eiginleika þess. Í frétt Reuters segir að rannsóknir á afbrigðinu á rannsóknarstofnum bendi til þess að það innihaldi stökkbreytingar sem geti að einhverju leyti staðist mótefni af völdum bólusetningar. Í frétt Reuters segir þó að fjölmargir smitsjúkdómasérfræðingar telji að afbrigðið sé á undanhaldi, þannig sé til að mynda minna um að smit af völdum afbrigðisins séu tilkynnt í miðlægan gagnagnagrunn sem heldur utan um smit af völdum afbrigða kórónuveirunnar. Þá segja sérfræðingar einnig að svo virðist sem að lambda-afbrigðið sé ekki að smitast greiðlegra en önnur afbrigði auk þess sem að bóluefni virðist halda vel gegn afbrigðinu. Óttast B.1.621-afbrigðið Í frétt Reuters er einnig fjallað um B.1.621-afbrigðið sem enn hefur ekki unnið sér inn grískan bóskstaf. Það greindist fyrst í Kólumbíu í janúar og er það talið vera sökudólgurinn í bylgju sem þar hófst. Bóluefnin reynast vel gegn veikindum.Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Evrópu er með afbrigðið á vöktunarlista á sama tíma og Lýðheilsustofnun Englands segir að verið sé að rannsaka eiginleika afbrigðisins. Talið er að allt að 37 tilfelli í Bretlandi séu af völdum þessa afbrigðis, auk þess sem að þess hefur orðið vart í Flórída í Bandaríkjunum. Talið er að afbrigðið innihaldi stökkbreytingar tengdar hafa verið við aukna útbreiðslu og minni vernd bóluefna. Telja heimsbyggðina þurfa bóluefni sem tryggi að veiran smitist ekki á milli manna Eins og komið hefur fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis virðist það liggja fyrir að bóluefnin gegn Covid-19 veiti ágæta vernd gegn alvarlegum veikindum, en ekki jafn góða vernd gegn smiti á milli manna og vonast var til. Í umfjöllun Reuters er haft eftir dr. Gregory Poland, sérfræðingi í bóluefnum hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum að útlit sé fyrir að að til þess að sigrast á Covid-19 þurfi heimsbyggðin á nýjum bóluefnum að halda, bóluefnum sem komi einnig í veg fyrir smit á milli manna. Lesa má umfjöllun Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Eftir því sem kórónuveiran hefur stökkbreyst hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekið upp á því að nefna afbrigði hennar eftir bókstöfum í gríska stafrófinu. Delta-afbrigðið virðist nú vera ríkjandi í heiminum og þarf ekki að líta lengra en til Íslands til þess að finna dæmi um það, en afbrigðið er helsti sökudólgurinn í þeirri bylgju sem nú er í gangi hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Afbrigðið var fyrst greint á Indlandi og virðist vera það skæðasta hingað til. Í umfjöllun Reuters segir að einn versti eiginleiki delta-afbrigðisins sé hversu bráðsmitandi það virðist vera. Rannsakendur í Kína hafi til að mynda komist að því að þeir sem smitist af afbrigðinu geti innihaldið allt að 1.260 sinnum fleiri veirur í nefkoki samanborið við þá sem smituðust af hinu upprunulega afbrigði veirunnar. Delta-plús á vöktunarlista á Indlandi Þá er einnig óttast að delta-afbrigðið muni stökkbreytast enn frekar og raunar hafa indversk yfirvöld sett svokallaða delta plús-afbrigði á sérstakan vöktunarlista, en það afbrigði hefur verið greint í 32 löndum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa þó ekki sett delta plús-afbrigðið á vöktunarlista en í frétt Reuters segir að sérfræðingar telji ekki víst að það afbrigði sé hættulegra en delta-afbrigðið. Telja lambda-afbrigðið á undanhaldi en fylgjast þó vel með Fréttir hafa einnig verið sagðar af lambda-afbrigðinu sem fyrst greindist í Perú í desember síðastliðnum. Afbrigðið er á sérstökum vöktunarlista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en verið að rannsaka eiginleika þess. Í frétt Reuters segir að rannsóknir á afbrigðinu á rannsóknarstofnum bendi til þess að það innihaldi stökkbreytingar sem geti að einhverju leyti staðist mótefni af völdum bólusetningar. Í frétt Reuters segir þó að fjölmargir smitsjúkdómasérfræðingar telji að afbrigðið sé á undanhaldi, þannig sé til að mynda minna um að smit af völdum afbrigðisins séu tilkynnt í miðlægan gagnagnagrunn sem heldur utan um smit af völdum afbrigða kórónuveirunnar. Þá segja sérfræðingar einnig að svo virðist sem að lambda-afbrigðið sé ekki að smitast greiðlegra en önnur afbrigði auk þess sem að bóluefni virðist halda vel gegn afbrigðinu. Óttast B.1.621-afbrigðið Í frétt Reuters er einnig fjallað um B.1.621-afbrigðið sem enn hefur ekki unnið sér inn grískan bóskstaf. Það greindist fyrst í Kólumbíu í janúar og er það talið vera sökudólgurinn í bylgju sem þar hófst. Bóluefnin reynast vel gegn veikindum.Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Evrópu er með afbrigðið á vöktunarlista á sama tíma og Lýðheilsustofnun Englands segir að verið sé að rannsaka eiginleika afbrigðisins. Talið er að allt að 37 tilfelli í Bretlandi séu af völdum þessa afbrigðis, auk þess sem að þess hefur orðið vart í Flórída í Bandaríkjunum. Talið er að afbrigðið innihaldi stökkbreytingar tengdar hafa verið við aukna útbreiðslu og minni vernd bóluefna. Telja heimsbyggðina þurfa bóluefni sem tryggi að veiran smitist ekki á milli manna Eins og komið hefur fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis virðist það liggja fyrir að bóluefnin gegn Covid-19 veiti ágæta vernd gegn alvarlegum veikindum, en ekki jafn góða vernd gegn smiti á milli manna og vonast var til. Í umfjöllun Reuters er haft eftir dr. Gregory Poland, sérfræðingi í bóluefnum hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum að útlit sé fyrir að að til þess að sigrast á Covid-19 þurfi heimsbyggðin á nýjum bóluefnum að halda, bóluefnum sem komi einnig í veg fyrir smit á milli manna. Lesa má umfjöllun Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26
Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19