Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 09:33 Vegasamgöngur eru stærsta losunaruppspretta gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. Nú er því spáð að farið verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni er kveðið fastar að orði um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga en í þeirri síðustu sem kom út árið 2014. Meiri vissa er nú fyrir því að rísandi meðalhita jarðar fylgi meiri veðuröfgar: ákafari úrkoma, tíðari og heitari hitabylgjur og alvarlegri þurrkar svo eitthvað sé nefnt. Í yfirlýsingu sem Landvernd sendi frá sér í dag segir að skýrt sé að stjórnmálafólk og þjóðarleiðtogar síðustu áratuga hafi brugðist, þar á meðal hér á landi. „Á Íslandi hefur seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi/ábyrgðarfirring vegna smæðar landsins og sérhagsmunir verið ríkjandi yfirbragð stjórnvalda í loftslagsmálum. Að mati Landverndar er löngu tímabært að bregðast við í samræmi við þann mikla vanda sem við blasir,“ segir í henni. Þó að það sé fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi lagt fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Önnur Norðurlönd hafi þó meira eða minna verið með slíkar fjármagnaðar áætlanir í næstum tvo áratugi. „Ísland hefur þannig lengi verið eftirbátur nágrannalandanna í loftslagsmálum og núverandi aðgerðaráætlun er ekki nógu markviss, ekki nógu vel fjármögnuð, nær ekki til annara stefna stjórnvalda, né er hún nægjanlega róttæk til þess að ná nauðsynlegum árangri og þeim viðsnúningi í losun Íslands sem nauðsynlegur er,“ segir Landvernd. Mikil losun á hvern íbúa á Íslandi Ísland beri sérstaklega mikla ábyrgð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hér sé ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi, um 14-20 tonn á hvern íbúa á ári. Til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins þurfi losun á hvern jarðarbúa að vera innan við fjögur tonn á ári. Leggur Landvernd til tíu aðgerðir sem grípa verður til strax á Íslandi: 1. Lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar og að loftslagsmál verði rauður þráður í allri stefnumótun stjórnvalda og ekki sér aðskildur málaflokkur 2. Umskipti í matvælaframleiðslu og styrkjakerfi í landbúnaði til að styrkja loftslagsvænni matvælaframleiðslu og draga úr matarsóun 3. Gjald á alla losunarvalda frá 2022 og það hækkað í skrefum í samræmi við ábendingar OECD 4. Bættar almenningssamgöngur í öllum landshlutum og á milli landshluta, og gangandi og hjólandi vegfarendur í forgangi í fjármögnun og stefnumótun í samgöngumálum 5. Skýr stefna um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og hætta innflutningi á bensín og díselbílum frá 2023 6. Bann við urðun úrgangs og bættur farvegur fyrir nýtingu metans 7. Bætt kortlagning á losun frá, og hröð útfösun F- gasa 8. Skýrar lögfestar skyldur á lífeyrissjóði um loftslagsvænar fjárfestingar frá janúar 2022 9. Hröð endurheimt allra framræstra votlenda sem ekki eru nýtt undir tún eða önnur mannvirki 10. Virðisaukaskattur á viðgerðum felldur niður til þess að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Nú er því spáð að farið verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni er kveðið fastar að orði um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga en í þeirri síðustu sem kom út árið 2014. Meiri vissa er nú fyrir því að rísandi meðalhita jarðar fylgi meiri veðuröfgar: ákafari úrkoma, tíðari og heitari hitabylgjur og alvarlegri þurrkar svo eitthvað sé nefnt. Í yfirlýsingu sem Landvernd sendi frá sér í dag segir að skýrt sé að stjórnmálafólk og þjóðarleiðtogar síðustu áratuga hafi brugðist, þar á meðal hér á landi. „Á Íslandi hefur seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi/ábyrgðarfirring vegna smæðar landsins og sérhagsmunir verið ríkjandi yfirbragð stjórnvalda í loftslagsmálum. Að mati Landverndar er löngu tímabært að bregðast við í samræmi við þann mikla vanda sem við blasir,“ segir í henni. Þó að það sé fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi lagt fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Önnur Norðurlönd hafi þó meira eða minna verið með slíkar fjármagnaðar áætlanir í næstum tvo áratugi. „Ísland hefur þannig lengi verið eftirbátur nágrannalandanna í loftslagsmálum og núverandi aðgerðaráætlun er ekki nógu markviss, ekki nógu vel fjármögnuð, nær ekki til annara stefna stjórnvalda, né er hún nægjanlega róttæk til þess að ná nauðsynlegum árangri og þeim viðsnúningi í losun Íslands sem nauðsynlegur er,“ segir Landvernd. Mikil losun á hvern íbúa á Íslandi Ísland beri sérstaklega mikla ábyrgð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hér sé ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi, um 14-20 tonn á hvern íbúa á ári. Til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins þurfi losun á hvern jarðarbúa að vera innan við fjögur tonn á ári. Leggur Landvernd til tíu aðgerðir sem grípa verður til strax á Íslandi: 1. Lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar og að loftslagsmál verði rauður þráður í allri stefnumótun stjórnvalda og ekki sér aðskildur málaflokkur 2. Umskipti í matvælaframleiðslu og styrkjakerfi í landbúnaði til að styrkja loftslagsvænni matvælaframleiðslu og draga úr matarsóun 3. Gjald á alla losunarvalda frá 2022 og það hækkað í skrefum í samræmi við ábendingar OECD 4. Bættar almenningssamgöngur í öllum landshlutum og á milli landshluta, og gangandi og hjólandi vegfarendur í forgangi í fjármögnun og stefnumótun í samgöngumálum 5. Skýr stefna um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og hætta innflutningi á bensín og díselbílum frá 2023 6. Bann við urðun úrgangs og bættur farvegur fyrir nýtingu metans 7. Bætt kortlagning á losun frá, og hröð útfösun F- gasa 8. Skýrar lögfestar skyldur á lífeyrissjóði um loftslagsvænar fjárfestingar frá janúar 2022 9. Hröð endurheimt allra framræstra votlenda sem ekki eru nýtt undir tún eða önnur mannvirki 10. Virðisaukaskattur á viðgerðum felldur niður til þess að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01