Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 18:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Sjá meira
Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Sjá meira