„Manneskjan geymir alveg ótrúlega mikla vídd og mikinn styrk. Ég held að fólk sé yfirleitt sterkara en það heldur. Ég held að fólk sé þrautseigara en það heldur. Maður sér oft aðstæður sem maður gæti ekki ímyndað sér, eða maður hefur oft séð. Ef maður myndi setja sig sjálfur í þau spor bara hvernig fólk fer að þessu en fólk gerir það og oftast hefur það ekki val, það þarf að halda áfram á einhvern hátt en fólk nær oft ótrúlega miklum árangri í lífinu þrátt fyrir.“
Hávær hópur trúleysingja
Í viðtalinu ræðir Vigfús meðal annars um virðingu gagnvart trú og trúarbrögðum í dag.
„Ég tel að við séum á tímamótum og það er á ábyrgð margra. Mér leiðist hvernig er talað um trúarbrögðin í nútímanum. Mér leiðist hvað sumir eru að reyna henda þeim út sem algjörlega ónýtum fyrirbærum en gera sig ekki grein fyrir að þarna erum við með mörg þúsund ára gamla menningararf sem mótar bæði listir menningu okkar, heimsmyndir, undirstaða fyrir margar háskólagreinar og ákveðin tilraun að koma mynd á hver tilgangurinn í lífinu sé. Mér finnst vanta ákveðna virðingu. Ef þú gengst því við að vera trúaður eða andlega sinnaður þá eru sumir að ógilda þig. Þetta er ekki stór hópur en svolítið hávær hópur og agressífur,“ segir Vigfús.
„Trú getur verið mikilvægur þáttur til styrkingar og heilbrigðis en svo á hún sér sínar veikleika eins og allt annað. Það má ekki taka allt þetta andlega og dularfulla úr lífinu. Við höfum þörf fyrir þetta dularfulla.“