Segja evrópskt hitamet hafa fallið í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2021 21:43 Miklir gróðureldar hafa geisað víða um Evrópu í sumar. AP Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu. Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu hingað til mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 1977 og var sléttar 48 gráður. Áður en því er slegið föstu að metið sé fallið þarf Alþjóðveðurfræðistofnunin (WMO) að staðfesta það. Hitabylgjuna sem nú ríður yfir Ítalíu má rekja til hæðar sem gengið hefur norður frá Evrópu, og hefur fengið hið djöfullega nafn Lúsífer. Áætlað er að hæðin muni áfram færast norður og þannig valda hækkandi hita á Ítalíu, til að mynda í höfuðborginni Róm. Heilbrigðisráðuneyti Ítalíu hefur gefið út svokallaðar rauðar viðvaranir vegna hita á nokkrum svæðum. Þá hefur hitabylgjan, sem íbúar fleiri landa í suðurhluta Evrópu hafa fengið að finna fyrir, valdið gríðarlegum gróður- og skógareldum á Ítalíu og víðar. Þannig hafa miklir eldar geisað í Grikklandi, en fjöldi annarra Evrópulanda hefur sent slökkviliðssveitir til þess að létta undir með viðbragðsaðilum í landinu. Veðuröfgar fylgja loftslagsbreytingum Útlit er fyrir að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður bresti þegar á næsta áratug samkvæmt 6. úttektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í fyrradag. Skýrslan er samantekt á vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga og er afdráttarlausari um ábyrgð manna og alvarleika afleiðinganna en síðasta skýrsla, sem kom út fyrir sjö árum. Aftakaatburðir verða tíðari og afdrifaríkari, þar á meðal ákafari úrkoma og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum, líkt og þeim sem nú ríkja í suðurhluta Evrópu.
Loftslagsmál Ítalía Veður Tengdar fréttir „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33 Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. 10. ágúst 2021 09:33
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01