Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira