Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2021 18:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. „Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“ Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
„Það var farið yfir þessa grafalvarlegu stöðu. Eins og við þekkjum þá hefur framsókn Talíbana verið með miklum ólíkindum. Það er ískyggilegt. Við munum þegar þeir réðu landinu og hvaða áhrif það hafði á afgönsku þjóðina og þá sérstaklega konur. Það kom skýrt fram á fundinum, ekki bara áhyggjur um stöðu mála, heldur líka að það verður aldrei viðurkennd yfirráð Talíbana í landinu. Það verður að finnast pólítísk lausn á ástandinu. Ef þeir taka landið með hervaldi, þá verður það ekki viðurkennt. Að sama skapi liggur fyrir að þessi staða kallar á að alþjóðasamfélagið bregðist við,“ segir Guðlaugur Þór. Inntur eftir hvaða viðbragða verður gripið til svarar ráðherra að helst verði litið til mannúðaraðstoðar að svo komnu máli. „Og hugsa um aðstöðu og stöðu afgönsku þjóðarinnar og hvað sé hægt að gera í því. Á sama tíma munu menn styðja afgönsk stjórnvöld eins og hægt er. En hins vegar sjá það allir að þessi staða er mjög alvarleg.“ Framsókn Talíbana á sér stað eftir að Bandaríkin ákváðu að draga herlið sitt úr landinu. Guðlaugur hefur ekki heyrt af því að til standi að snúa þeirra ákvörðun Bandaríkjastjórnar. „Ég hef ekki neinar heimildir um það, enda svo sem búið að taka þá ákvörðun og framkvæma hana. Hugmyndin var sú, og það hefur svo sem gengið eftir, að afgönsk stjórnvöld verði studd. Það hefur verið stutt virkilega á bak við þá með ýmsum hætti. En það hefur ekki breytt því að framsókn Talíbana er staðreynd. Þeir fara hratt yfir og hafa náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma.“ Hann segir aðildarríki NATÓ búa sig undir þær afleiðingar sem verða með þessum uppgangi Talíbana. Hann hefur ekki heyrt af hugmyndum um að beita hervaldi. „Mér vitanlega hefur ekki verið rætt um neina slíka hluti enda erfitt að koma því við á þessum tímapunkti og það hefur ekki verið rætt.“
Afganistan NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31 Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Hermenn gefast upp í hrönnum Hundruð afganskra hermanna og yfirmenn þeirra gáfust upp fyrir vígamönnum Talibana í morgun. Það gerðu þeir í vestur- og suðurhluta landsins eftir að Talibanar tóku margar mikilvægar borgir. 13. ágúst 2021 15:31
Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum Vígamenn Talibana náðu í morgun tökum á þeirra tíundu héraðshöfuðborg í Afganistan. Á undanfarinni viku virðast Talibanar hafa valtað yfir stjórnarher landsins og sveitir stríðsherra sem styðja ríkisstjórnina. 12. ágúst 2021 12:45