Telur að laða þurfi menntaða heilbrigðisstarfsmenn aftur til starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 18:12 Helga Vala er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51
Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27
Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31