Umdeild staðsetning dómara í marki KA: „Hrikalega klaufalegt af dómaranum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 10:00 Hér má sjá teikninguna á atvikinu umdeilda í Pepsi Max Stúkunni í gær. Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max Stúkan skoðaði það betur þegar dómarinn „hjálpaði“ KA-mönnum að skora fyrsta markið í Pepsi Max deild karla í gær. Stjörnumenn voru ósáttir með dómarann í fyrra marki KA-manna á móti Stjörnunni í gær en staðsetning dómarans var mjög óheppileg fyrir leikmenn Garðabæjarliðsins. Pepsi Max Stúkan sýndi markið og viðtal við þjálfara Stjörnunnar þar sem hann ræddi markið sem kom KA-liðinu yfir í 1-0 í leiknum. „Hálfsvekkjandi að varnarmaður okkar er að koma til baka og dómarinn stendur eiginlega í vegi fyrir honum og stígur fyrir hann. Hrikalega klaufalegt af dómaranum en það eru hlutir sem hafa ekki verið að detta með okkur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn sem KA liðið vann 2-1. Þorvaldur vildi þó ekki segja að markið hafi verið ólöglegt. „Ég er ekki að segja það en mér finnst hálfskrítið að dómarinn skuli ekki lesa stöðuna og sjá hvað er í gangi í kringum sig. Það finnst mér mjög sérkennilegt,“ sagði Þorvaldur. Nafni hans, Þorvaldur Árnason, dæmdi leikinn á Greifavellinum á Akureyri í gær. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umdeild staðsetning dómara í marki KA Guðmundur Benediktsson skoðaði þetta atvik betur með sérfræðingum sínum í Pespi Max Stúkunni. „Við skulum bara kíkja á þetta fyrsta mark í leiknum þar sem að KA nær forystunni,“ sagði Gummi Ben. „Þarna erum við að sjá staðsetninguna á Þorvaldi og hann er eiginlega fyrir þarna fyrst,“ sagði Guðmundur. „Síðan bara stendur hann þarna í góðan tíma, hey hvað er að gerast,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í. „Þetta endar með því að KA skorar þarna,“ sagði Guðmundur. „Hann hendir Einari Karli niður af því að hann er eitthvað fyrir honum,“ sagði Þorkell Máni en Guðmundur leiðrétti hann strax. Ég ætla ekki að segja að hann hendi honum niður en getum við kallað þetta óheppni,“ sagði Guðmundur. „Einar Karl lendir í því í tvígang að Þorvaldur dómari er fyrir honum,“ sagði Guðmundur. Hér fyrir ofan má sjá Pepsi Max Stúkuna fara yfir þetta sérstaka mark í gær. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan KA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
Stjörnumenn voru ósáttir með dómarann í fyrra marki KA-manna á móti Stjörnunni í gær en staðsetning dómarans var mjög óheppileg fyrir leikmenn Garðabæjarliðsins. Pepsi Max Stúkan sýndi markið og viðtal við þjálfara Stjörnunnar þar sem hann ræddi markið sem kom KA-liðinu yfir í 1-0 í leiknum. „Hálfsvekkjandi að varnarmaður okkar er að koma til baka og dómarinn stendur eiginlega í vegi fyrir honum og stígur fyrir hann. Hrikalega klaufalegt af dómaranum en það eru hlutir sem hafa ekki verið að detta með okkur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn sem KA liðið vann 2-1. Þorvaldur vildi þó ekki segja að markið hafi verið ólöglegt. „Ég er ekki að segja það en mér finnst hálfskrítið að dómarinn skuli ekki lesa stöðuna og sjá hvað er í gangi í kringum sig. Það finnst mér mjög sérkennilegt,“ sagði Þorvaldur. Nafni hans, Þorvaldur Árnason, dæmdi leikinn á Greifavellinum á Akureyri í gær. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umdeild staðsetning dómara í marki KA Guðmundur Benediktsson skoðaði þetta atvik betur með sérfræðingum sínum í Pespi Max Stúkunni. „Við skulum bara kíkja á þetta fyrsta mark í leiknum þar sem að KA nær forystunni,“ sagði Gummi Ben. „Þarna erum við að sjá staðsetninguna á Þorvaldi og hann er eiginlega fyrir þarna fyrst,“ sagði Guðmundur. „Síðan bara stendur hann þarna í góðan tíma, hey hvað er að gerast,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í. „Þetta endar með því að KA skorar þarna,“ sagði Guðmundur. „Hann hendir Einari Karli niður af því að hann er eitthvað fyrir honum,“ sagði Þorkell Máni en Guðmundur leiðrétti hann strax. Ég ætla ekki að segja að hann hendi honum niður en getum við kallað þetta óheppni,“ sagði Guðmundur. „Einar Karl lendir í því í tvígang að Þorvaldur dómari er fyrir honum,“ sagði Guðmundur. Hér fyrir ofan má sjá Pepsi Max Stúkuna fara yfir þetta sérstaka mark í gær.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan KA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira