Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 14:47 Sjúklingar liggja í rúmum utandyra við sjúkrahús í Les Cayes. Spítalar eru yfirfullir og sumir þeirra eru mikið skemmdir eftri hamfararnir um helgina. AP/Joseph Odelyn Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana. Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana.
Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14