Ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 12:01 Kristall Máni hefur spilað frábærlega undanfarnar vikur. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason átti magnaðan leik er Víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik í Árbænum síðan 1993. Kristall Máni skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og var óheppinn að bæta ekki við mörkum. Þá bjó hann til fjölda færa fyrir samherja sína. Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04
Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36