Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 12:31 Veronika Kristín Jónasdóttir er með krónískan sjúkdóm sem kallast Crohn's. Ísland í dag Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. Verkirnir skánuðu ekki með tímanum og þegar það byrjaði að blæða mikið frá endaþarmi stóð henni ekki á sama og leitaði sér hjálpar, hún segist ekki hafa verið tekin alvarlega af læknum fyrst um sinn og greiningarferlið hafi tekið sinn tíma. „Ég fer fljótlega til meltingarsérfræðings. Það var kona sem tók á móti mér og hún var frekar óviss um að það væri eitthvað að og kannski gerði smá lítið úr aðstæðunum.“ Í ristilspeglun voru þó augljósar bólgur til staðar og sár í ristlinum. „Þá var mér sagt að ég væri með sjúkdóm og þyrfti lyf til frambúðar en ekkert meira.“ Feimnismál í menntaskóla Sjúkdómurinn sem Veronika þjáist af kallast Chron's og getur valdið bólgum, krömpum og blæðingum. Þó að greiningarferlið hafi verið langt var léttir að vita hvað væri að valda blæðingunum. „Manni langaði að fá lausn á vandamálinu. Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum. Það var mjög róandi að fá eitthvað sem ég gat skoðað.“ Veronika var unglingur á þessum tíma og vildi ekki leita hjálpar hjá öðrum í sömu stöðu heldur las sér til á netinu. „Þetta var svo mikið feimnismál, þetta snýst um klósettferðir og þetta voru kannski fimmtán til tuttugu klósettferðir á dag. Ég var í menntaskóla á þessum tíma og var mikil gelgja og skvísa og ætlaði ekkert að fara að tala um eitthvað svona.“ Eva Laufey Kjaran settist niður með Veroniku á dögunum og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Hamlandi sjúkdómur Veronika hefur talað opinskátt um það hvernig það er að lifa með þennan króníska sjúkdóm. Í byrjun áttaði hún sig samt ekki alveg á því að þetta væri til frambúðar. „Þegar ég var yngri var ég svolítið þessi kærulausa týpa. Ég var jákvæð og svolítið fiðrildi. Ég gerði bara svolítið grín að aðstæðunum mínum.“ Meira að segja hennar bestu vinkonur vissu ekki hversu alvarlegar aukaverkanirnar voru. „Árið 2020 fer ég að finna að þetta er að hamla mér og ég er ekki að gera hluti sem ég myndi annars gera. Þá fer ég í andlega vinnu og læri hvað ég get gert.“ Andlegar afleiðingar Veronika segir að eftir bakslagið sem hún fékk 2020 þá hafi hún farið að hlusta meira á sjálfa sig og eigin líðan. Að hennar mati þarf að vera eitthvað sem grípur einstaklinga við greiningu. „Þegar ég lít til baka finnst mér vanta net fyrir svona ungt fólk að greinast með langtímasjúkdóma, hvort sem það er heilsumarkþjálfi eða sálfræðingur. Til að fara í gegnum næstu skref og hvernig þú getur verið jákvæður og skemmtilegur og lifað lífinu.“ Hún segir að það sé mjög auðvelt að sogast inn í neikvæðni og sjálfsvorkun í svona aðstæðum. „Það er ýmislegt sem getur komið á eftir. Það er einmitt ekki bara það að vera líkamlega veikur, þú verður andlega veikur líka. Það er sannað að fólk með þessa sjúkdóma er gjarnara á að finna fyrir þunglyndi og kvíða í framhaldi ef það fær ekki viðeigandi aðstoð.“ Veronika opnaði nýverið Instagram-síðuna Krónísk þar sem hún deilir sinni reynslu og upplifun í þeirri von um að hjálpa öðrum og skapa samfélag fyrir þá sem glíma við króníska sjúkdóma. „Það er fullt af fólki sem hefur sent mér skilaboð og þakkað mér.“ Sögu Veroniku má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Heilsa Kvenheilsa Ísland í dag Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Verkirnir skánuðu ekki með tímanum og þegar það byrjaði að blæða mikið frá endaþarmi stóð henni ekki á sama og leitaði sér hjálpar, hún segist ekki hafa verið tekin alvarlega af læknum fyrst um sinn og greiningarferlið hafi tekið sinn tíma. „Ég fer fljótlega til meltingarsérfræðings. Það var kona sem tók á móti mér og hún var frekar óviss um að það væri eitthvað að og kannski gerði smá lítið úr aðstæðunum.“ Í ristilspeglun voru þó augljósar bólgur til staðar og sár í ristlinum. „Þá var mér sagt að ég væri með sjúkdóm og þyrfti lyf til frambúðar en ekkert meira.“ Feimnismál í menntaskóla Sjúkdómurinn sem Veronika þjáist af kallast Chron's og getur valdið bólgum, krömpum og blæðingum. Þó að greiningarferlið hafi verið langt var léttir að vita hvað væri að valda blæðingunum. „Manni langaði að fá lausn á vandamálinu. Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum. Það var mjög róandi að fá eitthvað sem ég gat skoðað.“ Veronika var unglingur á þessum tíma og vildi ekki leita hjálpar hjá öðrum í sömu stöðu heldur las sér til á netinu. „Þetta var svo mikið feimnismál, þetta snýst um klósettferðir og þetta voru kannski fimmtán til tuttugu klósettferðir á dag. Ég var í menntaskóla á þessum tíma og var mikil gelgja og skvísa og ætlaði ekkert að fara að tala um eitthvað svona.“ Eva Laufey Kjaran settist niður með Veroniku á dögunum og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Hamlandi sjúkdómur Veronika hefur talað opinskátt um það hvernig það er að lifa með þennan króníska sjúkdóm. Í byrjun áttaði hún sig samt ekki alveg á því að þetta væri til frambúðar. „Þegar ég var yngri var ég svolítið þessi kærulausa týpa. Ég var jákvæð og svolítið fiðrildi. Ég gerði bara svolítið grín að aðstæðunum mínum.“ Meira að segja hennar bestu vinkonur vissu ekki hversu alvarlegar aukaverkanirnar voru. „Árið 2020 fer ég að finna að þetta er að hamla mér og ég er ekki að gera hluti sem ég myndi annars gera. Þá fer ég í andlega vinnu og læri hvað ég get gert.“ Andlegar afleiðingar Veronika segir að eftir bakslagið sem hún fékk 2020 þá hafi hún farið að hlusta meira á sjálfa sig og eigin líðan. Að hennar mati þarf að vera eitthvað sem grípur einstaklinga við greiningu. „Þegar ég lít til baka finnst mér vanta net fyrir svona ungt fólk að greinast með langtímasjúkdóma, hvort sem það er heilsumarkþjálfi eða sálfræðingur. Til að fara í gegnum næstu skref og hvernig þú getur verið jákvæður og skemmtilegur og lifað lífinu.“ Hún segir að það sé mjög auðvelt að sogast inn í neikvæðni og sjálfsvorkun í svona aðstæðum. „Það er ýmislegt sem getur komið á eftir. Það er einmitt ekki bara það að vera líkamlega veikur, þú verður andlega veikur líka. Það er sannað að fólk með þessa sjúkdóma er gjarnara á að finna fyrir þunglyndi og kvíða í framhaldi ef það fær ekki viðeigandi aðstoð.“ Veronika opnaði nýverið Instagram-síðuna Krónísk þar sem hún deilir sinni reynslu og upplifun í þeirri von um að hjálpa öðrum og skapa samfélag fyrir þá sem glíma við króníska sjúkdóma. „Það er fullt af fólki sem hefur sent mér skilaboð og þakkað mér.“ Sögu Veroniku má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Heilsa Kvenheilsa Ísland í dag Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira