Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 23:30 Mike Ashley, stofnandi og stærsti hluthafi Sports Direct, hefur aldrei verið vinsæll í Newcastle. Mynd/Getty SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Sjá meira
Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Sjá meira