Læknar sögðu hann heppinn að vera á lífi en hann er mættur aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 09:01 Raul Jimenez liggur í grasinu eftir atvikið en sem betur fer fór allt vel. EPA-EFE/John Walton Endurkoma framherja Úlfanna var ein af stóru fréttunum frá fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira