Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 19. ágúst 2021 07:23 Gosið hefur nær viðstöðulaust í fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00
Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40
Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28