„Hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Þórdís Reynisdóttir Tara Tjörvadóttir hefur hannað ný plaköt fyrir Kraft, til þess að minna fólk á að staldra við í núinu. Plakötin eru seld sem fjáröflun fyrir félagið. Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína.
Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira