Simmi Vill tekst í beinni á við Bjarna Ben, sem fær falleinkunn hjá honum sem ráðherra Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 23:36 Bjarni Benediktsson er fyrsti viðmælandi í nýja Instagram-þætti Sigmars Vilhjálmssonar. Vísir/Instagram Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og samfélagsmiðlamógúll er að fara af stað með nýjan spjallþátt, sem verður í beinni á Instagram. Þátturinn hefur göngu sína á þriðjudaginn og yfirskriftin er „Þrasað á þriðjudögum.“ Fyrst verður þrasað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, en Sigmar fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina sem Bjarni fer fyrir í útvarpsviðtali á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann Bjarna einnig fá falleinkunn sem efnahagsmálaráðherra. „Ég hef heilmiklar skoðanir á stöðu mála og hann hefur örugglega svör við því. Það verður gaman að brjóta ísinn með Þrasað á þriðjudögum með Bjarna Ben,“ sagði Sigmar á hringrás sinni á Instagram þegar hann kynnti þáttinn. Sigmar gaf sýnishorn af þessum heilmiklu skoðunum í Reykjavík síðdegis í dag og sagði um ríkisstjórnina: „Þau eru bara á kosningaári á leiðinni í kosningar og þau eru þar af leiðandi meira að hugsa um rassgatið á sjálfum sér heldur en þjóðina, bara ef ég má tala íslensku. Menn þora ekki að stíga inn og taka ákvarðanir sem eru til heilla þjóðinni á hættu við að missa vinsældir, því þeir eru bara að hugsa um að fá endurkjör. Þetta er bara grafalvarlegt mál,“ sagði hann og bætti við stjórnarandstaðan væri litlu betri með sínar eftiráskýringar. Sigmar kallaði eftir allsherjarúttekt á félagslegum áhrifum samkomutakmarkana, sem hann sagði að félagsmálaráðuneyti væri í lófa lagið að ráðast í í samstarfi við fjármálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Á sama hátt gagnrýndi hann að ekki hefði verið leitast við að laga takmarkanir að ólíkri starfsemi, sagði Sigmar og nefndi dæmi úr eigin rekstri: „Nú rek ég stað sem er 2000 fermetrar. Það að ég fái úthlutað jafn mörgum einstaklingum í fjöldatakmarkönum og staður sem er 300 fermetrar er bara leti kerfisins að nenna ekki að koma með betri reglur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Fyrst verður þrasað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, en Sigmar fór ófögrum orðum um ríkisstjórnina sem Bjarni fer fyrir í útvarpsviðtali á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann Bjarna einnig fá falleinkunn sem efnahagsmálaráðherra. „Ég hef heilmiklar skoðanir á stöðu mála og hann hefur örugglega svör við því. Það verður gaman að brjóta ísinn með Þrasað á þriðjudögum með Bjarna Ben,“ sagði Sigmar á hringrás sinni á Instagram þegar hann kynnti þáttinn. Sigmar gaf sýnishorn af þessum heilmiklu skoðunum í Reykjavík síðdegis í dag og sagði um ríkisstjórnina: „Þau eru bara á kosningaári á leiðinni í kosningar og þau eru þar af leiðandi meira að hugsa um rassgatið á sjálfum sér heldur en þjóðina, bara ef ég má tala íslensku. Menn þora ekki að stíga inn og taka ákvarðanir sem eru til heilla þjóðinni á hættu við að missa vinsældir, því þeir eru bara að hugsa um að fá endurkjör. Þetta er bara grafalvarlegt mál,“ sagði hann og bætti við stjórnarandstaðan væri litlu betri með sínar eftiráskýringar. Sigmar kallaði eftir allsherjarúttekt á félagslegum áhrifum samkomutakmarkana, sem hann sagði að félagsmálaráðuneyti væri í lófa lagið að ráðast í í samstarfi við fjármálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Á sama hátt gagnrýndi hann að ekki hefði verið leitast við að laga takmarkanir að ólíkri starfsemi, sagði Sigmar og nefndi dæmi úr eigin rekstri: „Nú rek ég stað sem er 2000 fermetrar. Það að ég fái úthlutað jafn mörgum einstaklingum í fjöldatakmarkönum og staður sem er 300 fermetrar er bara leti kerfisins að nenna ekki að koma með betri reglur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira