Eva Ósk er tækniteiknari og útskrifaðist nýlega með BA-gráðu í landslagsarkitektúr frá Landbúnaðarháskólanum.
Á eldhúsinu er dökk borðplata með marmaramynstri, en er þó ekki þungur marmari.
„Ég var ekki alveg tilbúin að eyða í steininn en við settum þessar flísar og það kemur alveg rosalega vel út. Þetta lyftir þessu aðeins á hærra level.“

Valgarður Guðmundsson eiginmaður Evu Óskar hefur með hennar aðstoð smíðað palla yfir meira og minna allan garðinn á mismunandi hæðum og gefur það alveg ævintýralega upplifun í garðinum.

Eva hefur einnig hannað grjót og hraun blómabeð sem eru einstaklega falleg á pöllunum. Vala Matt heimsótti Evu Ósk í garðinn fékk sér mat og drykk á pallinum.
Síðasta sumar birtum við umfjöllun um útieldhús Evu Óskar sem hún smíðaði sjálf uppi í sumarbústaðnum þeirra og þeir sem misstu af því geta séð innslagið hér fyrir neðan.