Lífið

Fyrsti ráðherra Íslands á TikTok

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ásmundur Einar Daðason er í kosningarbaráttu og virðist hann ætla að nota TikTok til þess að vekja athygli á sér og sínum málefnum.
Ásmundur Einar Daðason er í kosningarbaráttu og virðist hann ætla að nota TikTok til þess að vekja athygli á sér og sínum málefnum. Skjáskot/TikTok

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur nú birt sitt fyrsta TikTok myndband. 

Stjórnmálamenn eru duglegir að nota Facebook og Instagram í kosningaherferðum sínum og kynningarmálum, en Ásmundur segir að hann sé fyrsti ráðherrann hér á landi sem byrjar á TikTok. Hann er með 26 fylgjendur þegar þetta er skrifað en þeim mun eflaust fjölga. 

Ásmundur segir að hann hafi stofnað TikTok aðganginn í tilefni þess að hann er að halda Happy Hour viðburð í dag.  Myndbandið hans má sjá hér fyrir neðan en ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætli að vera virkur á samfélagsmiðlinum. Ásmundur er með rúmlega tvö þúsund fylgjendur á Instagram og birtir þar myndir og myndbönd úr starfi og sínu persónulega lífi.

„Fyrsti ráðherra Íslands á Tik Tok“ skrifar Ásmundur við sitt fyrsta TikTok myndband. 

@asmundur_einar

Fyrsti ráðherra Íslands á Tik Tok ##foryoupage ##fyp

The Hustle - Van McCoy





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.