Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2021 12:20 Katrín Jakobsdóttir segir að hana hafi misminnt hvernig reglurnar væru á íþróttaleikjum utandyra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira