Haukar byrjuðu leikinn betur og komust 4-1 yfir. Eyjamenn unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu 8-8 og komust svo yfir. Þeir leiddu 16-14 í hálfleik.
Haukamenn unnu forskot þeirra upp snemma í síðari hálfleik og leikurinn var í járnum framan af hálfleiknum. Haukar náðu hins vegar yfirhöndinni og voru með forystuna allt til loka þar sem þeir bættu við forskot sitt jafnt og þétt.
Þeir unnu að lokum sex marka sigur, 32-26.
Á morgun eru þrír leikir á dagskrá. Stjarnan mætir Aftureldingu klukkan 12:00, Selfoss mætir ÍBV klukkan 14:00 og Haukar mæta Fram klukkan 16:00.