Freiburg lagði Dortmund - Jafnt hjá Augsburg Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 15:31 Ítalinn Vincenzo Grifo fagnar glæsilegu marki sínu gegn Dortmund í dag. Philipp von Ditfurth/picture alliance via Getty Images Dortmund laut lægra haldi gegn Freiburg, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Augsburg gerði jafntefli við Frankfurt í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. Dortmund vann öruggan 5-2 sigur á Frankfurt í fyrstu umferð en tapaði fyrir Bayern Munchen í leik meistara meistaranna í miðri viku. Liðið heimsótti Freiburg í dag sem hafði gert jafntefli við Bielefeld í fyrstu umferðinni. Heimamenn komust yfir eftir aðeins sex mínútna leik með frábæru aukaspyrnumarki Ítalans Vincenzo Grifo og 1-0 stóð í hálfleik. Sjö mínútum eftir að flautað var til síðari hálfleiks tvöfaldaði Ungverjinn Roland Sallai forystu liðsins. Yannik Kietel, miðjumaður Freiburgar, kom Dortmund inn í leikinn þegar hann skoraði sjálfsmark skömmu síðar, á 59. mínútu, en nær komust þeir gulklæddu ekki. Vincenzo Grifo with a spectacular free kick against Dortmund pic.twitter.com/yddkD3j2ip— ESPN FC (@ESPNFC) August 21, 2021 Freiburg er eftir sigurinn fjögur stig eftir tvo leiki en Dortmund er með þrjú stig. Augsburg var án íslenska landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar, sem meiddist í vikunni, er liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt í dag. Liðið er því með eitt stig en leitar síns fyrsta marks á tímabilinu, eftir 4-0 tap fyrir Hoffenheim í fyrstu umferð. Greuter Furth og Arminia Bielefeld gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Bochum 2-0 sigur á Mainz. Wolfsburg fór á topp deildarinnar sem eina liðið með sex stig eftir 2-1 útisigur á Herthu Berlín þar sem Ridle Baku og Lukas Nmecha skoruðu síðla leiks til að tryggja sigurinn. Köln og Hoffenheim geta jafnað Wolfsburg á toppnum með sigri á morgun. Köln heimsækir Þýskalandsmeistara Bayern Munchen en Hoffenheim mætir Union Berlin. Síðar í dag mætast Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach en bæði lið eru með eitt stig eftir fyrsta leik. Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Dortmund vann öruggan 5-2 sigur á Frankfurt í fyrstu umferð en tapaði fyrir Bayern Munchen í leik meistara meistaranna í miðri viku. Liðið heimsótti Freiburg í dag sem hafði gert jafntefli við Bielefeld í fyrstu umferðinni. Heimamenn komust yfir eftir aðeins sex mínútna leik með frábæru aukaspyrnumarki Ítalans Vincenzo Grifo og 1-0 stóð í hálfleik. Sjö mínútum eftir að flautað var til síðari hálfleiks tvöfaldaði Ungverjinn Roland Sallai forystu liðsins. Yannik Kietel, miðjumaður Freiburgar, kom Dortmund inn í leikinn þegar hann skoraði sjálfsmark skömmu síðar, á 59. mínútu, en nær komust þeir gulklæddu ekki. Vincenzo Grifo with a spectacular free kick against Dortmund pic.twitter.com/yddkD3j2ip— ESPN FC (@ESPNFC) August 21, 2021 Freiburg er eftir sigurinn fjögur stig eftir tvo leiki en Dortmund er með þrjú stig. Augsburg var án íslenska landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar, sem meiddist í vikunni, er liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt í dag. Liðið er því með eitt stig en leitar síns fyrsta marks á tímabilinu, eftir 4-0 tap fyrir Hoffenheim í fyrstu umferð. Greuter Furth og Arminia Bielefeld gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Bochum 2-0 sigur á Mainz. Wolfsburg fór á topp deildarinnar sem eina liðið með sex stig eftir 2-1 útisigur á Herthu Berlín þar sem Ridle Baku og Lukas Nmecha skoruðu síðla leiks til að tryggja sigurinn. Köln og Hoffenheim geta jafnað Wolfsburg á toppnum með sigri á morgun. Köln heimsækir Þýskalandsmeistara Bayern Munchen en Hoffenheim mætir Union Berlin. Síðar í dag mætast Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach en bæði lið eru með eitt stig eftir fyrsta leik.
Þýski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira