Fékk ofsakvíðakast á fimm stjörnu hóteli og ákvað að breyta til Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 18:29 Eva Lúna Baldursdóttir er óhrædd við að stíga út fyrir kassann sem samfélagið vill að hún sé í. vísir Eva Lúna Baldursdóttir segir að fólk eigi að vera óhrætt við að enduruppgötva sjálft sig. Hún hefur á síðustu misserum orðið mun andlegri en áður, hefur fundið mýktina í sjálfri sér og eltir nú meðal annars drauma sína um að verða tónlistarkona, 38 ára gömul. Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð. Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð.
Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira