„Átti erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 12:01 Brynjar Gauti Guðjónsson tekur því rólega á næstunni eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Fylki í gær. vísir/bára Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, þurfti að fara af velli í 2-0 sigri Garðabæjarliðsins á Fylki í Pepsi Max-deild karla í gær vegna heilahristings. Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira