„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2021 20:32 Guðni Bergsson forseti KSÍ. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag: KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag:
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46
Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59
Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27