Fann ástina fjórtán ára gömul í fermingarveislu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 20:06 Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman. Arna Petra er einn vinsælasti bloggari Íslands. Hún heldur úti YouTube rás ásamt því að blogga á síðunni Trendnet. Hennar betri helmingur, Tómas Ingi, er flugmaður og bregður honum gjarnan fyrir í myndböndum Örnu. Þau Arna og Tómas voru voru gestir í nítjánda þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau Arna og Tómas frá því þegar þau kynntust í fermingarveislu árið 2012, þá aðeins fjórtán ára gömul. Pókaði hann á Facebook „Ég sá hann bara og mér fannst hann svo sætur og ég hringdi í vinkonu mína og sagði henni frá því,“ segir Arna um augnablikið sem hún leit Tómas fyrst augum. Stuttu síðar lágu leiðir þeirra saman á ný á páskabingói í Hvalfirði. Þá ákvað Arna að taka fyrsta skrefið og sendi Tómasi „poke“ á Facebook eins og tíðkaðist þá. Í kjölfarið ákváðu þau að fara á stefnumót. „Svo fórum við bara að spjalla og hittumst svo. Við horfðum á Mannasiði Gillz, ógeðslega skrítið,“ segir Tómas og hlær. Sambandið fór rólega af stað og segir Arna að þar hafi aldurinn spilað inn í og svo staðreynd að þau hafi bæði verið með útivistartíma. Segist eiga erfiðara með að taka upp myndavélina á Íslandi Í dag eiga þau níu ára farsælt samband að baki og bjuggu um tíma í Svíþjóð þar sem Tómas lagði stund á flugnám. Þar tók Arna sín fyrstu skref á YouTube fyrir tveimur árum síðan. Blogg á myndbandsformi eru afar vinsæl í Svíþjóð og segist Arna hafa fylgst mikið með slíkum bloggum í þeim tilgangi að ná tökum á sænskunni. Áður en hún vissi var hún farin að búa til myndbönd sjálf. „Þetta er svo stórt í Svíþjóð. Þannig að ég er alveg svona smá hissa að þetta sé ekki meira á Íslandi. En fólk er stressað og ég skil það líka vel. Ég á erfitt með að taka upp myndavélina hérna á Íslandi, á meðan í Svíþjóð er mér bara alveg sama.“ Hún segist lengi vel ekki hafa haft neitt upp úr YouTube myndböndunum sem fyrst um sinn voru aðeins hugsuð fyrir vini og ættingja. „Maður þurti að bíða eftir að hafa náð X mörgum subscribers og X mörgum tímum sem var bara eitthvað ótrúlega mikið. Þannig þegar það var komið og maður var byrjaður að fá tekjur þá var maður svo sáttur sko.“ Deildi fæðingarferlinu með fylgjendum sínum Arna og Tómas bjuggu í Svíþjóð í tvö ár en fluttu heim til Íslands þegar Arna varð ólétt á síðasta ári. Það má segja að þá hafi bloggið hennar Örnu sprungið út, ekki síst þegar hún deildi myndbandi frá fæðingu dóttur þeirra. Hún segir það þó ekki endilega hafa verið ætlunina að deila svo persónulegri stund með fylgjendum sínum. „Ég beið ótrúlega langan tíma með að taka upp minniskortið og fara í gegnum allar þessar upptökur. Ég beið alveg mjög lengi með það og ég held að fylgjendur mínir hafi ekkert verið að búast við því að ég myndi deila þessu. En svo vann ég myndbandið og ég var ekki búin að ræða það við Tómas að við myndum deila þessu,“ segir Arna. Í dag eiga þau Arna og Tómas sjö mánaða gamla dóttur, Emilíu Birnu. „Þegar maður er með ungabarn þá gleymir maður svolítið að rækta sambandið,“ segir Arna en þau Tómas reyna þó að vera dugleg að fara á stefnumót. Í þættinum segir hún frá því þegar Tómas bauð henni á stefnumót til Akureyrar sem fór öðruvísi en ætlað var. Þá segja þau frá hinum ýmsu ævintýrum sem þau hafa upplifað á flakki um heiminn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Örnu og Tómas í heild sinni. Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Fermingar Betri helmingurinn með Ása Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Arna Petra er einn vinsælasti bloggari Íslands. Hún heldur úti YouTube rás ásamt því að blogga á síðunni Trendnet. Hennar betri helmingur, Tómas Ingi, er flugmaður og bregður honum gjarnan fyrir í myndböndum Örnu. Þau Arna og Tómas voru voru gestir í nítjánda þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Í þættinum segja þau Arna og Tómas frá því þegar þau kynntust í fermingarveislu árið 2012, þá aðeins fjórtán ára gömul. Pókaði hann á Facebook „Ég sá hann bara og mér fannst hann svo sætur og ég hringdi í vinkonu mína og sagði henni frá því,“ segir Arna um augnablikið sem hún leit Tómas fyrst augum. Stuttu síðar lágu leiðir þeirra saman á ný á páskabingói í Hvalfirði. Þá ákvað Arna að taka fyrsta skrefið og sendi Tómasi „poke“ á Facebook eins og tíðkaðist þá. Í kjölfarið ákváðu þau að fara á stefnumót. „Svo fórum við bara að spjalla og hittumst svo. Við horfðum á Mannasiði Gillz, ógeðslega skrítið,“ segir Tómas og hlær. Sambandið fór rólega af stað og segir Arna að þar hafi aldurinn spilað inn í og svo staðreynd að þau hafi bæði verið með útivistartíma. Segist eiga erfiðara með að taka upp myndavélina á Íslandi Í dag eiga þau níu ára farsælt samband að baki og bjuggu um tíma í Svíþjóð þar sem Tómas lagði stund á flugnám. Þar tók Arna sín fyrstu skref á YouTube fyrir tveimur árum síðan. Blogg á myndbandsformi eru afar vinsæl í Svíþjóð og segist Arna hafa fylgst mikið með slíkum bloggum í þeim tilgangi að ná tökum á sænskunni. Áður en hún vissi var hún farin að búa til myndbönd sjálf. „Þetta er svo stórt í Svíþjóð. Þannig að ég er alveg svona smá hissa að þetta sé ekki meira á Íslandi. En fólk er stressað og ég skil það líka vel. Ég á erfitt með að taka upp myndavélina hérna á Íslandi, á meðan í Svíþjóð er mér bara alveg sama.“ Hún segist lengi vel ekki hafa haft neitt upp úr YouTube myndböndunum sem fyrst um sinn voru aðeins hugsuð fyrir vini og ættingja. „Maður þurti að bíða eftir að hafa náð X mörgum subscribers og X mörgum tímum sem var bara eitthvað ótrúlega mikið. Þannig þegar það var komið og maður var byrjaður að fá tekjur þá var maður svo sáttur sko.“ Deildi fæðingarferlinu með fylgjendum sínum Arna og Tómas bjuggu í Svíþjóð í tvö ár en fluttu heim til Íslands þegar Arna varð ólétt á síðasta ári. Það má segja að þá hafi bloggið hennar Örnu sprungið út, ekki síst þegar hún deildi myndbandi frá fæðingu dóttur þeirra. Hún segir það þó ekki endilega hafa verið ætlunina að deila svo persónulegri stund með fylgjendum sínum. „Ég beið ótrúlega langan tíma með að taka upp minniskortið og fara í gegnum allar þessar upptökur. Ég beið alveg mjög lengi með það og ég held að fylgjendur mínir hafi ekkert verið að búast við því að ég myndi deila þessu. En svo vann ég myndbandið og ég var ekki búin að ræða það við Tómas að við myndum deila þessu,“ segir Arna. Í dag eiga þau Arna og Tómas sjö mánaða gamla dóttur, Emilíu Birnu. „Þegar maður er með ungabarn þá gleymir maður svolítið að rækta sambandið,“ segir Arna en þau Tómas reyna þó að vera dugleg að fara á stefnumót. Í þættinum segir hún frá því þegar Tómas bauð henni á stefnumót til Akureyrar sem fór öðruvísi en ætlað var. Þá segja þau frá hinum ýmsu ævintýrum sem þau hafa upplifað á flakki um heiminn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Örnu og Tómas í heild sinni.
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Fermingar Betri helmingurinn með Ása Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira