Ronaldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 14:55 Cristiano Ronaldo á Evrópumótinu í sumar. Robert Michael/Getty Images Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira