Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 22:27 Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira