Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 16:55 Þórhildur segist harma yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira