Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Óttar Kolbeinsson Proppé og Jakob Bjarnar skrifa 3. september 2021 10:01 Frá Hreyfingu í morgun. Vísir/Vilhelm Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. Fréttastofan mætti á vettvang fljótlega eftir að eldsins varð vart en í samtali við fréttamann segir Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, að flest bendi til þess að kviknað hafi í út frá þurrkara eða þvottavél í kjallara hússins. En Ágústa var á staðnum sjálf þegar reyksins varð vart. „Það gaus upp einhver stybba, reykur,“ segir Ágústa sem sá ekki eld en afar þéttan reyk. Þá ræddi fréttamaður einnig við starfsfólk staðarins, þær Ásdísi Kjartansdóttur, Sigríði Mörtu Ingvarsdóttur og Ernu Sif Beck. Þá náði fréttamaður að ræða við viðskiptavini. Bjarni Elvarsson var í djúpslökun þegar reykurinn gaus upp og það virðist hafa verið að virka því hann lét sér hvergi bregða, var pollrólegur þrátt fyrir atganginn, eins og sjá má í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Kristín Guðbjörnsdóttir var í hóptíma, leikfimi ásamt þrjátíu öðrum konum í Hreyfingu þegar eldur kom upp í morgun. Hún sagði að þetta væri dagur sem hún myndi seint gleyma. Hér neðar má sjá ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson tók nú rétt í þessu, fyrir utan Hreyfingu. Ljósmyndari fréttastofu er mættur fyrir utan húsnæði Hreyfingar.vísir/vilhelm Slökkvilið mætti á vettvang um klukkan 10.Vísir/Vilhelm Fjöldi slökkviliðsmanna mætti á svæðið. Fulltrúar lögreglu mættu á svæðið.Vísir/vilhelm Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, var einnig á staðnum, en hún birti myndbandsbrot á Facebooksíðu sinni þegar eftir að reykurinn lagði undir sig staðinn. Hún segir kviknað í ræktinni og að allir séu með sitt dót inni í klefa. Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Fréttastofan mætti á vettvang fljótlega eftir að eldsins varð vart en í samtali við fréttamann segir Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, að flest bendi til þess að kviknað hafi í út frá þurrkara eða þvottavél í kjallara hússins. En Ágústa var á staðnum sjálf þegar reyksins varð vart. „Það gaus upp einhver stybba, reykur,“ segir Ágústa sem sá ekki eld en afar þéttan reyk. Þá ræddi fréttamaður einnig við starfsfólk staðarins, þær Ásdísi Kjartansdóttur, Sigríði Mörtu Ingvarsdóttur og Ernu Sif Beck. Þá náði fréttamaður að ræða við viðskiptavini. Bjarni Elvarsson var í djúpslökun þegar reykurinn gaus upp og það virðist hafa verið að virka því hann lét sér hvergi bregða, var pollrólegur þrátt fyrir atganginn, eins og sjá má í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Kristín Guðbjörnsdóttir var í hóptíma, leikfimi ásamt þrjátíu öðrum konum í Hreyfingu þegar eldur kom upp í morgun. Hún sagði að þetta væri dagur sem hún myndi seint gleyma. Hér neðar má sjá ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson tók nú rétt í þessu, fyrir utan Hreyfingu. Ljósmyndari fréttastofu er mættur fyrir utan húsnæði Hreyfingar.vísir/vilhelm Slökkvilið mætti á vettvang um klukkan 10.Vísir/Vilhelm Fjöldi slökkviliðsmanna mætti á svæðið. Fulltrúar lögreglu mættu á svæðið.Vísir/vilhelm Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, var einnig á staðnum, en hún birti myndbandsbrot á Facebooksíðu sinni þegar eftir að reykurinn lagði undir sig staðinn. Hún segir kviknað í ræktinni og að allir séu með sitt dót inni í klefa.
Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira