Staðfesta þátttöku í Eurovision 2022 og leita að næsta framlagi Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2021 10:18 Daði og Gagnamagnið á sviði. RÚV RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2022 en þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision 2022 og fylgir eftir frábæru gengi Daða og Gagnamagnsins sem endaði í fjórða sæti í Rotterdam í vor. Eurovisionlög Daða, Think about things og 10 years, hafa nú verið spiluð samtals yfir 110 milljón sinnum á Spotify og um fjörutíu milljón sinnum á Youtube. Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2022 á slóðinni songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 6. október næstkomandi og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt. „Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um. Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna,“ segir í tilkynningunni. Daði og Gagnamagnið spila upptöku af æfingu aftur í úrslitunum á laugardaginn.@dadimakesmusic Undanúrslitin fara fram 12. og 19. febrúar og verður úrslitakvöldið laugardaginn 26. febrúar þar sem fjögur lög keppast um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 2022. Sem fyrr áskilur framkvæmdastjórn keppninnar sér þó leyfi til að hleypa „einu lagi enn“ áfram í úrslitin en þá myndu fimm lög keppa til úrslita á lokakvöldinu. Erlendar Eurovision-stjörnur munu koma fram í úrslitakeppninni hér á landi. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í ár. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar.“ Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Aldrei verið með plan B Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. 2. ágúst 2021 11:30 Seinheppni Árnýjar og Daða Freys heldur áfram Eurovision-parið Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson þarf að finna sér nýtt húsnæði sem allra fyrst í Berlín í Þýskalandi. Stóra lekamálið í íbúð þeirra hefur dregið dilk á eftir sér. 5. júlí 2021 16:56 Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr. 29. júní 2021 15:18 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2022 en þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision 2022 og fylgir eftir frábæru gengi Daða og Gagnamagnsins sem endaði í fjórða sæti í Rotterdam í vor. Eurovisionlög Daða, Think about things og 10 years, hafa nú verið spiluð samtals yfir 110 milljón sinnum á Spotify og um fjörutíu milljón sinnum á Youtube. Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2022 á slóðinni songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 6. október næstkomandi og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt. „Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um. Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna,“ segir í tilkynningunni. Daði og Gagnamagnið spila upptöku af æfingu aftur í úrslitunum á laugardaginn.@dadimakesmusic Undanúrslitin fara fram 12. og 19. febrúar og verður úrslitakvöldið laugardaginn 26. febrúar þar sem fjögur lög keppast um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 2022. Sem fyrr áskilur framkvæmdastjórn keppninnar sér þó leyfi til að hleypa „einu lagi enn“ áfram í úrslitin en þá myndu fimm lög keppa til úrslita á lokakvöldinu. Erlendar Eurovision-stjörnur munu koma fram í úrslitakeppninni hér á landi. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í ár. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar.“
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Aldrei verið með plan B Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. 2. ágúst 2021 11:30 Seinheppni Árnýjar og Daða Freys heldur áfram Eurovision-parið Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson þarf að finna sér nýtt húsnæði sem allra fyrst í Berlín í Þýskalandi. Stóra lekamálið í íbúð þeirra hefur dregið dilk á eftir sér. 5. júlí 2021 16:56 Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr. 29. júní 2021 15:18 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Aldrei verið með plan B Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. 2. ágúst 2021 11:30
Seinheppni Árnýjar og Daða Freys heldur áfram Eurovision-parið Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson þarf að finna sér nýtt húsnæði sem allra fyrst í Berlín í Þýskalandi. Stóra lekamálið í íbúð þeirra hefur dregið dilk á eftir sér. 5. júlí 2021 16:56
Daði Freyr og Árný Fjóla fá fimm milljóna króna reikning í hausinn Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir standa í stórræðum í Berlín en leki úr þvottavél þeirra ætlar að reynast þeim dýr. 29. júní 2021 15:18
Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23